Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 32
22 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR margir áhrifamenn í vinstra armi flokksins sjálfs mjög óánægðir og töldu stefnu Chiang-Kai-sheks, einkum gagnvart útlendingum vera hin verstu svik við stefnu Sun-Jat-sens. Þeir átöldu það og að hann legði umbótastefnu Kuo-min-tang flokksins á hilluna og gerðist fulltrúi auð- jöfra og stórjarðeigenda. Mesta hættan, er steðjaði að Chiang-Kai-shek og stjórn hans, stafaði þó frá kommúnistum og bændum. Kommúnistar voru í fyrstu fulltrúar verkamanna einna, en verklýðshreyfingunni í bæj- unum var haldið niðri með mestu hörku. En víða í sveitunum var and- úð bænda á jarðeigendum orðin svo megn að allt logaði í uppreisnum, sem í fyrstu höfðu litla forystu. En þá rann það upp fyrir foringjum kommúnista að hinir fátæku bændur í Kína voru mikilvægasta þjóðfé- lagsstéttin og gerðust foringjar í baráttu þeirra. Þeir náðu sér ótrú- lega fljótt eftir hina miklu ósigra og manntjón árið 1927 og komu sér upp bækistöðvum víða um landið. Mest varð ríki þeirra í Kiangsi og Fukien fylkjum. Foringi þeirra þar og leiðtogi hinnar miklu bænda- uppreisnar var Mao-Tse-tung. Árið 1931 stofnuðu þeir þar ráðstjórn- arríki og var Mao höfuðleiðtogi þess. Þá fór og að bera á ýmsum öðr- um hinna frægustu foringja kínverskra kommúnista svo sem Chu-En- lai og Chu-Teh. Höfðatriði stefnuskrár þeirra voru umbætur á högum bænda og öflug barátta gegn erlendu valdi. Chiang-Kai-shek bauð út miklum herjum gegn kommúnistum og átti við þá bæði harða og langa viðureign. Honum tókst loks árið 1934 að hernema ríki þeirra í ofan- nefndum fylkjum, en allmiklum her kommúnista tókst þó að komast undan. Fór þessi her til fylkjanna Shensi og Kansu í Norður-Kína og þótti sú ferð þeirra mikið afreksverk. Þar stofnuðu þeir nýtt ríki með Jenan sem höfuðborg. Voru fyrrgreindir kommúnistaforingjar valda- mestu menn þessa ríkis. Árið 1931 réðust Japanir á Kína og hernámu Manchúríu, sem er frá náttúrunnar hendi eitthvert auðugasta fylkið í ríkinu. Þar eru bæði kol og járn, ennfremur mjög mikið af frjósömu landi. Stefna leiðandi stjórnmálamanna Japana var sú að gera Japana að forystuþjóð í aust- urlöndum, og fyrsta sporið til þess var að ná Kína á vald sitt, undiroka þjóðina og nytja auðlindir landsins. Árás Japana gerbreytti öllum við- horfum í stjórnmálum meðal Kínverja. Almenningur krafðist þess að allar innanlandsdeilur yrðu jafnaðar og Kínverjar snérust allir sem einn maður gegn Japönum og rækju þá af höndum sér. En lengi vel gat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.