Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 38
28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
starfi. Þannig virðist ráðstefnan eiga að halda áfram að vera til sem
ráðgjafarþing, þegar þjóðþingið hefir tekið til starfa. í hinum ýmsu
löndum eða fylkjum Kínaveldis eiga að koma fylkisþing með svipuðu
fyrirkomulagi og þjóðþingið og sérstakar fylkisstjórnir. Þessi þing og
stjórnir fara með sérmál fylkjanna, en eru háðar ríkisstjórninni og
geta ekki gengið gegn vilja hennar. Fylkisþingin á að kjósa með sama
fyrirkomulagi og þjóðþingið, með almennum kosningarrétti. Svipað
fyrirkomulag gildir um bæja- og sveitastjórnir. Peking, sem hefir 2,5
millj. íbúa hefur t. d. bæjarþing með 550 meðlimum. Það er kosið með
almennum kosningarrétti, að því undanteknu, að nokkrir hættulegir
Kuo-min-tang menn eru útilokaðir frá þeim réttindum. Þeir eru nú sem
stendur um 21 þúsund að tölu.
Æðsta framkvæmdavaldið í kínverska ríkinu er í höndum ríkisráðs-
ins. Það var kosið af Hinni fyrstu pólitísku ráðgefandi ráðstefnu hinn-
ar kínversku þjóðar. í því eru 56 óbreyttir meðlimir, 6 varaforsetar og
1 forseti. Mao-Tse-tung er sjálfur forseti þessa ráðs og kallar saman
fundi þess. Ráðið hefur vald til að túlka lögin og lítur eftir framkvæmd
þeirra. Það hefur og rétt til að gefa út tilskipanir og hafa eftirlit með
framkvæmd þeirra. Það hefur æðsta eftirlit með gerðum ríkisstjórnar-
innar og hefur rétt til að rifta öllum gerðum hennar, sem ekki teljast
standa í samræmi við lögin. Það hefur eftirlit með öllum samningum
stjórnarinnar við erlend ríki og þarf samþykki þess til þess að þeir öðl-
ist gildi. Það hefur æðsta vald í öllum máluin viðvíkjandi styrjöld og
friði, svo og yfirumsjón með fjármálum ríkisins. Það hefur æðsta vald
í öllum málum sem snerta náðun og uppgjöf saka, veitir ennfremur
orður og heiðurstitla. í raun og veru ræður það mestu um hverjir eru
í ríkisstjórn og hverjir sendiherrar. Það ræður skipun hæstaréttar. Gert
er ráð fyrir að fundir ráðsins séu kallaðir saman á tveggja mánaða
fresti, en þó getur forseti kallað saman fundi með skemmra millibili
eða frestað þeim ef honum finnst ástæða til eða stjórnarvöld fara þess
á leit.
Margt fleira mætti segja um þetta volduga ráð, en ég læt mér nægja
að geta þess, að hið mikla vald Mao-Tse-tung hvílir á formennsku hans
í þessu ráði, sem hefur alla tauma ríkisvaldsins í hendi sér Þetta fyrir-
komulag, að leggja svo mikið vald í hendur þessa ráðs eða yfirstjórnar
ríkisins, kalla Kínverjar demókratískt einræði undir forystu verkalýðs-