Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 45
EKKERT SVAR 35 Hann þolir ekki lengur þessa óstjórnlegu taugaáreynslu, verður að láta mjólkurbúðina eiga sig — hætta, eða bíða til morguns. Já, það léttir að slá því á frest, það er ekki sama sem að gefast upp. Hann þýtur af stað niður götuna eins og hann eigi erindi. Óstyrkurinn er strokinn af honum og hann er aftur orðinn áhyggjulaus krakki. En þegar hann er kominn á götuendann finnst honum eins og hann sé að missa af einhverju dýrmætu sem hann fái aldrei bætt, snarsnýr við, yfirkominn af ótta við að glata, fyrir tóman heigulshátt, tækifærinu sem hann hefur lengi beðið eftir. Hvað kom honum við hvað fólk hugs- aði? Og auk þess gat engan grunað hvað hann var að gera, fólk sá ekki utan á manni hvað maður hugsaði. Hvílík vitleysa. Hann gerist svo djarfur að ganga að dyrum mjólkurbúðarinnar eins og hann ætli þangað inn, sé sendur þangað í heiðarlegum erindum. Hvern getur furðað á því. En hann lítur aðeins inn í búðina. Ekkert enn. — Snýr við, gengur fyrir húshornið og gáir. Svo er hann aftur kominn upp í sundið milli 14 og 16 og tekur sér þar stöðu. Hann er ringlaður af æsingi, tilhlökkun og kvíða. Skyldi nokkurn tíma hafa verið svona ástatt fyrir nokkrum manni? Hann var bara tólf ára og vissi það ekki, og þó hafði hann alltaf verið framúr- skarandi forvitinn og komizt að mörgu sem haldið er leyndu fyrir mönnum á hans aldri. Nú stendur hann hreyfingarlaus en árvakur og bíður. Rauðhærður angi með uppbrett nef en alltof fölur í andliti af svo rösklegum strák að vera, með langa útlimi og harða hnefa og mjúkan skrokk eins og á ketti. Og augun í svona ungu dýri, sem ættu að sindra af áhuga og frekju, eru dreymin og myrk af innri átökum. Veðrið er langt frá því að vera gott — kalsi. Ég get hæglega fengið lungnabólgu af því að standa hér grafkyrr á fastandi maga, vorkennir hann sjálfum sér. En hver mundi svo sem syrgja hann þó hann dræpist — ætli sumir yrðu ekki fegnir. — Á fastandi maga! Honum býður svo við þessu orðatiltæki að hann gæti selt upp ef hann hefði eitthvað til þess, en hann hafði oft heyrt að ýmislegt væri alveg bráðhættulegt ef það væri gert á fastandi maga. Það var líka heimskulegt að læðast að heiman áður en hann fékk nokkuð að borða, því það var tilgangslaust að byrja svona snemma að bíða; en hann átti á hættu að verða sagt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.