Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 51
JÓNAS ÁRNASON:
Hugsjón gegn hræðslu
Þegar hvítliðarnir komu útúr Alþingishúsinu 30. marz 1949, óð einn
þeirra að kornungum pilti sem stóð í mestu spekt þarna nærri, sló hann
umsvifalaust í höfuðið svo hann féll við, og lét síðan kylfuhöggin dynja
á honum þar sem hann lá í jörðinni, — en í sömu svifum bar þar að
annan pilt og þreif hann af hvítliðanum kylfuna, — og þar með var
einsog allur hetjumóður hefði alltíeinu runnið af hvítliðanum, hann
sneri sér við í skyndi og þaut aftur inní Alþingishúsið með jafnvel enn-
þá meiri hraða en hann hafði komið útúr því, enda fékk hann að þessu
sinni ágætt „start“, einsog það heitir á íþróttavellinum, því að sá sem
hafði afvopnað hann stóðst ekki freistinguna, heldur gerðist hann —
um leið og þeir skildu — sekur um sama verknað og kínverska komm-
únistastjórnin gagnvart Jóhanni Hannessyni, þegar hún, einsog hann
orðaði það á sínu alþýðlega trúboðsmáli, „sparkaði í rassinn á hon-
<C
um.
Hernaðarsaga þessa kylfumanns á Austurvelli á í rauninni við um
alla hvítliðana. Þeir ruddust út með miklum hetjuskap og börðu hvað
sem fyrir varð, jafnvel konur, börn og gamalmenni, og má raunar segja
að hetjuskapur þeirra hafi risið eftir því hærra sem sá var lægri í loft-
inu er þeir börðu, enda unnu þeir sín mestu afrek á liggjandi fólki; en
hetjuskapurinn entist þeim nákvæmlega jafn lengi og þeir höfðu bar-
eflið í höndunum. Væri kylfan tekin af þeim, stóðu þeir eftir skjálfandi,
og mundu sennilega hafa farið að skæla, ef hugur þeirra hefði ekki ver-
ið svo mjög við það bundinn að komast aftur í skjól innan veggja Al-
þingishússins.
Enda sagði Ólafur Thors í þingræðu daginn eftir: