Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 59
ÆSKANí DAG 49 finna ólguna í brjósti, finna sjálfan sig vera að vaxa og þroskast, eiga lífið allt með hinum óleystu verkefnum framundan, eiga heiminn að vinna og til að umskapa í sinni mynd, gera að nýjum, fullkomnari heimi. Það er sú gleði sem gefur þessum dögum í endurminningunni hinn bjarta skæra lit. Mér er vitanlega ekki gefið að sjá hver lönd standa í blóma í huga ykkar, hvert hafrót þar er fyrir ströndum, og get ekki leitt nema grun að þeim stjörnum sem blika á hugarhimni ykkar. En ég get fullyrt við ykkur: æska minnar kynslóðar var mikil. Þar ruddu sér fram stór fljót í gljúfrum, byltust miklar hugsanir, komu ekki til greina smærri vandamál en sjálfar ráðgátur lífs og tilveru. Til hvers lifi ég, var þá hin brennandi spurning. Hver er tilgangurinn ? Við vorum, býst ég við, að okkar áliti í fyrsta sinn frá því jörðin varð til, að brjóta heiminn til mergjar, tilgang og tilveru okkar sjálfra. Mér berst í hug ræða sem ég hélt á skemmtun í templarahúsinu í Hafnar- firði á annan páskadag 1927. Fyrirsögn hennar er, ég á hana enn: „Brot úr ræðu um snillinga.“ Hún byrjar svo: „Hefur ekki oft vaknað hjá yður spurningin: Til hvers lifi ég? Hver er tilgangur lífsins með mig? Hefur hún ekki sótt að yður, læst sig í hugann, kvalið yður?“ Síðan er með miklum stóryrðum veitzt að þeim sem hafa hugann bundinn við jarðneskan hégóma, börn og matarstrit, en sjá ekki hið eina mikla sem máli skiptir, að fá svar við hinni háleitu spurningu um tilgang lífsins. Það svar hafði ég á reiðum höndum, nýlesinn í Carlyle og Nietzsche: tilgangur lífsins var að skapa mikilmenni, snillinga. Og krafan sem ég gerði til áheyrenda minna í templarahúsinu í Hafnar- firði þennan páskadag var að „þeir hristu af sér hversdagsfjötrana“ og færu að undirbúa komu snillingsins er lyfta skuli þjóðinni. „Það bregzt ekki að hann hrífur hana lengra á leið en þúsund miðlungsmenn í þús- und ár.“ Og hví skyldu íslendingar ekki geta alið þann snilling, er rak- leitt spurt: „Hvað sjáið þér því til fyrirstöðu að vér getum eignazt mann á borð við Goethe? Er ekki íslenzk náttúra nógu tignarleg? Er ekki norrænn andi nógu snjall, andinn er sveif yfir Völuspá, Egilssögu, Njálu, Eddu, Heimskringlu, Sólarljóðum? Sannarlega.“ Niðurstaðan er að ekki þarf annað en vilja hann, opna hugann og Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1953 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.