Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 64
SKÚLI GUÐJÓNSSON: Styrjöldin við Rússa Eitt kvöld í desembermánuði, á því herrans ári 1939, lagði Arnfinnur á Eyri hnakk á Grána sinn og reið fram í sveit, en tíkin Drífa fylgdi þeim að vanda. Arnfinnur var einn þeirra manna, sem ekkert sveitarfélag má án vera, ef það á vel að þrífast. Þó var hann ekki í tölu æðstu forráðamanna sinnar sveitar. Hann var ekki hreppstjóri og hafði ekki einu sinni átt þeirri giftu að fagna að hljóta sæti í hreppsnefnd, og báru þó ýmsir það í munni sér, að hugur hans girntist þann frama. Hinsvegar höfðu honum verið falin nokkur minniháttar trúnaðar- störf. Hann var t. d. formaður eða átti sæti í stjórn allra félaga, er unnu að kynbótum búfjár í byggðarlaginu. Og auk þess hafði hann á hendi nokkur önnur störf, sem nauðsynlegt er að vinna í hverri sveit, ef íbúum hennar á vel að farnast andlega og efnalega. Hann var meðal annars meðhjálpari í sinni sókn og innti af höndum hundahreinsun fyrir alla bændur sveitarinnar. En vinsældir sínar átti hann þó mest því að þakka, að hann læknaði allar doðaveikar kýr af frábærri nákvæmni og dæmafáum áhuga. Vinnugleði Arnfinns var svo mikil, að það var sem geislabaugur stafaði af ásjónu hans, þegar hann var að verki og mátti þar einu gilda, hvort hann dældi lofti í júgur á doðaveikri kú, gaf hundi hægðalyf eða las bæn í kórdyrum. Það var því ekki að undra þótt Arnfinnur ætti oft leið um sveitina og það jafnt á nótt sem degi. En í þetta sinn var engu slíku til að dreifa. Engin verkefni lágu fyrir óleyst í kynbótafélögum sveitarinnar. Engum gat heldur til hugar komið, að guðsþjónusta stæði fyrir dyrum á þess- um tíma sólarhrings. Arnfinnur hafði fyrir löngu lokið hinni árlegu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.