Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 69
STYRJÖLDIN VIÐ RÚSSA 59 Það er hann, svaraði konan með önd í hálsi, óábyrgi niaðurinn, ég þekkti hann gegnum gluggann. Hann gæti misþyrmt kvikindinu. Hvaða bull og vitleysa, hvað ætli maðurinn fari að slást upp á kvik- indið, þó hann sé óábyrgur, anzaði Arnfinnur snúðugt, auk þess er ekkert líklegra en að hann hafi séð sig um hönd og sé kominn til þess að bæta fyrir yfirsjón sína. Að svo mæltu gekk hann til dyra til móts við gest sinn, en tíkin sleit sig lausa frá konunni og fylgdi á hæla honum. Þú munt vera kominn til þess að bæta fyrir yfirsjón þína frá í dag og sýna þegnskap þinn og ábyrgðartilfinningu sem aðrir sannir ís- lendingar, sagði Arnfinnur um leið og hann opnaði hurðina. Hann vildi hafa allt á þurru, áður en hann hætti á að bjóða gesti sínum inn. Æ, farðu nú ekki að þrugla um þegnskap og ábyrgðartilfinningu einu sinni enn, mælti komumaður mæðulega, og því líkast sem menn tala við þrályndan krakka, sem þeir eru þó orðnir vonlausir um að geta talið hughvarf. Ég sagði þér í dag, að ég ætti enga peninga til og auk þess varðar mig ekkert um þó þeir séu að slást einhvers staðar úti í löndum. En hún Skjalda er búin að fá doða og ég er kominn til þess að biðja þig að koma strax og dæla hana. Arnfinn setti hljóðan. Þarna var hann kominn í þokkalega klípu. Flokkurinn myndi varla líta á það með velþóknun, að hann færi að dæla kú fyrir mann sem honum bar skilyrðislaust að setja utan garðs. Eftir langa umhugsun rann þó upp fyrir honum ljós, sem lýsti honum út úr þessum hræðilegu ógöngum. Þegar hann loks hóf máls, mælti hann af miklum alvöruþunga: Þú, Árni bóndi, hefur með afstöðu þinni, er þú tókst í dag og hefur svo staðfest hér í kvöld, dæmt þig frá öllu samneyti við þjóðholla menn og ábyrga aðila í þessu landi. Samkvæmt því bæri mér að neita þér alger- lega um að lækna kú þína. Hinsvegar ber á það að líta, að kýrin, sem að vísu er þó þín eign, hefur sem slík ekki gert sig seka um neitt víta- vert athæfi. Þess vegna mun ég fyrir hennar skuld taka að mér lækn- ingu hennar. Að lokinni þessari ræðu snaraðist Arnfinnur bóndi inn og náði sér í yfirhöfn og doðadælu. Síðan héldu bændurnir báðir áleiðis að Nesi, sem rar aðeins stundarfjórðungsgangur, en tíkin Drífa rann fyrir þeim. Eins og tvær óvinafylkingar þrömmuðu þeir áfram í tunglsljós-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.