Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 70
'60 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inu án þess að mæla orð af vörum. Þeir gengu hvor á sinni vegarbrún ■og sitt hvorumegin vegarins, þar sem því varð við komið. Oðru hvoru litu þeir tortryggnislega hvor til annars, líkt og hvor um sig byggist við fyrirvaralausri árás af hinum. Enda þótt Arnfinnur hefði tekið það óstinnt upp fyrir konu sinni, þegar hún forðaði tíkinni frá hinum óvelkomna gesti, var hann sjálfur sanníærður um það þessa stundina, að óþjóðhollir og óábyrgir menn séu óútreiknanlegar verur, sem betra sé að vara sig á. Á hinn bóginn var Árni í Nesi sannfærður um, að Arnfinnur á Eyri væri orðinn geggjaður af ferðavolki og allri þeirri áreynslu, sem fylgdi hans pólitíska stússi. Hann var því líka viðbúinn óvæntri árás. Kýrin lá á básnum, köld og slyttingsleg, þegar þeir komu í Nesfjósið. Arnfinnur gaf Árna stutta og ákveðna fyrirskipun um að fara með dæluna til bæjar og láta sótthreinsa hana með suðu. Sjálfur hlynnti hann að kúnni á meðan. Ekki ræddust þeir við, meðan Arnfinnur dældi kúna, utan hvað hann gaf Árna stuttar fyrirskipanir um, með hvaða hætti hann skyldi haga aðstoð sinni. Eftir að dælingu var lokið og þeir höfðu búið um kúna, svo sem með þurfti, hafði Árni orð á því að þeir skyldu ganga til bæjar og drekka kaffi. Arnfinnur þvertók fyrir það, en kvaðst halda kyrru fyrir í fjósi og sjá hverju fram yndi. Líkt og tveir óvinaherir, sem búa um sig í skotgröfum, bjuggu bænd- urnir tveir um sig í fjósinu, hvor andspænis öðrum, annar í moðbásn- um, en hinn á meis sem stóð á flórnum. Þarna kúktu þeir horfandi hvor á annan, gerandi ráð fyrir því, hvor um sig, að hinn hæfi óvænta árás. Klukkutími leið, annar til, og sá fjórði var þegar hálfnaður. En þá birtist kona Nesbóndans í fjósdyrunum, ásamt kaffibakka, sem hún bar í höndum sér. Af hverju eruð þið svona skrítnir á svipinn, varð henni að orði, um leið og hún leit til mannanna, en svo sá hún, að hér var ekkert grín á ferðinni, og hélt áfram í alvarlegum tóni. Ég var alltaf að búast við að þið skryppuð inn og fengjuð ykkur kaffi, en svo þegar þið komuð ekki, datt mér í hug að koma með það til ykkar. Það rumdi eitthvað í Arnfinni, um að hann hefði ekki lyst á kaffi. En þegar konan lagði fast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.