Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 78
68 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR andúð á barni sínu. Slík heimili stuðla að afbrotahneigð barnanna engu síður en heimili þau, sem eru raunverulega sundruð. Allar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á greindarþroska afbrota- barna, hafa leitt í ljós, að greind þeirra flestra er neðan við meðallag og algengasta greindarstig þeirra er greindarvísitala 70—90. Þótt vitað sé um þessa samsvörun greindarskorts og afbrota, er eftir að svara því hvers vegna ógreindari börn leiðast fremur til afbrota en hin. Ég skal nefna nokkur atriði, sem gætu skýrt þetta að nokkru leyti. í fyrsta lagi koma tiltölulega fleiri vitgrönn börn frá sundruðum eða gölluðum heimilum en frá betri heimilum. í öðru lagi er greindarvísitala 70—90 yfirleitt of lág til þess, að barn- ið geti auðveldlega fylgzt með námi í venjulegum skóla. Mörg börn á þessu greindarstigi hafa því ekki verkefni í skólanum, sem eru við þeirra hæfi, þau dragast aftur úr jafnöldrum sínum við námið, og missa síðan áhugann á því, sem á að vera aðalstarf þeirra, skólanáminu. Sífelldir ósigrar vekja andúð á starfinu í skólanum og jafnframt óvild og beiskju í garð kennara og annarra skólanemenda. Allt þetta stuðlar að afbrota- hneigð. Auk þess hættir getulitlum börnum oft til að vanrækja skóla- nám sitt, verður það oft til þess, að þau taka sér miður æskileg verk- efni fyrir hendur. í þessu sambandi get ég nefnt það, að það er ein- kenni flestra afbrotabarna og -unglinga í Reykjavík, að þau sækja illa skóla og gengur illa við nám. Næstum öll börn 14—16 ára, sem fremja afbrot í Reykjavík, eru börn, sem stunda ekki nám í unglinga- eða gagnfræðaskóla, og hafa því ekki lokið skyldunámi sínu til ung- lingaprófs. í þriðja lagi eiga ógreind börn erfitt með að finna tómstundaiðju við sitt hæfi. Bæði er, að þau skortir hugkvæmni til að finna sér verkefni, auk þess sem mörg þroskandi tómstundastörf krefjast nokkurs greindar- þroska eða sérhæfileika. Starfsemi í skipulegum æskulýðsfélögum, sem forðar mörgum frá aðgerðaleysi og rangli, er og sjaldgæft meðal ó- greindra unglinga. Skýring foreldra afbrotabarna á hegðun barna sinna er nálega alltaf sú, að illir félagar hafi leitt þau á þessa braut. Slæmur félagsskapur getur stuðlað að afbrotum, einkum þegar um ósjálfstæð eða leiðitöm börn er að ræða, sem foreldrarnir hafa jafnframt vanrækt. Flestum hættir þó við að gera miklu meira úr þessari orsök en ástæða er til, enda er það handhæg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.