Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 81
AFBROT UNGLINGA — ORSAKIR OG MEÐFERÐ 71 þeirra. Það eru þá einkum þrír flokkar aðgerða, sem koma til greina. 1) Breyting á nánasta umhveríi barnsnis: Hún er fyrst og fremst fólg- in í því að gefa foreldrum og fósturforeldrum barnsins uppeldisfræði- legar ráðleggingar og hjálpa þeim að finna þau uppeldislegu mistök, sem valda hegðun barnsins að nokkru eða öllu leyti. Þetta ber oft ár- angur sé um skynsama og andlega heilbrigða foreldra að ræða. Margs konar mistök í uppeldi má lagfæra á þennan hátt, svo sem eftirlitsleysi eða of lítinn aga, of strangan aga eða harðstjórn, ósamkomulag í fjölskyldunni, óljósa andúð foreldra á barninu og margt fleira, scm getur valdið truflunum á hegðun þess. Aðlögun bamsins í skólanum ber að gefa gaum og aðlögun á vinnu- stað, sé um ungling að ræða. Raunir barnanna má oft rekja til slæmr- ar aðlögunar í skólanum, lítillar námsgetu eða lítils námsárangurs, sem kemur af vanmati á eigin getu eða röngum starfsaðferðum við nám, erfiðleikum við að nema vissar námsgreinar, andúð barnsins á kennara sínum, ósamkomulagi við bekkjarfélaga o. s. frv. Þessa ágalla er oft hægt að lagfæra í samráði við kennara og skólastjóra. Þá ber það oft góðan árangur að leiðbeina barninu við einhverjar tómstundaiðkanir eða fá það til að starfa í æskulýðsfélögum. í þessu sambandi skal ég geta þess, að ég hef spurt öll afbrotabörn, sem ég hcf athugað, hvort þau væru starfandi í einhverjum æskulýðsfélagsskap, svo sem bindindisfélögum eða skátafélögum, en ég hef aldrei fengið já- kvætt svar við þeirri spurningu. 2) Sálrænar lækningaraðferðir: í sumum tilfellum geta nokkur sam- töl sálfræðings við barnið komið að notum. Hann gelur hjálpað því til að finna orsakir hegðunar sinnar, vakið áhuga þess á hollum við- fangsefnum, uppgötvað sálrænar truflanir, sem valda erfiðleikum, og unglingum getur hann leiðbeint um stöðuval þeirra. Gallar þessara að- ferða eru þó þeir, að þær eru mjög tímafrekar og því dýrar og hæfa ekki heldur nærri öllum tegundum afbrotabarna. 3) Flutningur barnsins í nýtt umhverfi er úrræði, sem kemur lil greina, sé ógerlegt að breyta nánasta umhverfi þess eða hafa áhrif á hegðun þess á annan hátt. Þetta ber þó aðeins að gera að vel athuguðu máli. Ef nokkrar líkur eiga að vera til þess, að hegðunargallar barns lagist við það að taka það af heimili sínu og flytja það á nýtt heimili, þarf fyrst og fremst að ganga úr skugga um, að aðalorsök eða orsakir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.