Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 90
30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lætingu, jafnvel þótt þeir andmæli, — þá eru þeir ekki á sjálfum staðn-
um, eru ekki, ef svo má að orði kveða, viðstaddir fæðingu lyginnar.
Það, sem var athyglisverðast, var andstæðan við trúnaðartraust full-
trúanna, vináttu þeirra, sem ég mun tala um síðar, æskusvipinn, sem
var á öllum þessum mönnum og konum, þið skiljið, þennan æskusvip
sem menn fá, þegar menn trúa á það sem þeir gera.
Hér er fyrst eitt orð um Vín: Falleg dauð borg með auðar götur.
Frönsku blöðin sögðu: „Ráðstefnan mætti almennu tómlæti.“
Almennt tómlæti? Og þessi friðarganga, sem átti sér stað þriðja
daginn ?
Svei! Það voru /commúnistar.
Ef til vill. En ef aðrir hafa ekki látið sjá sig, þá kynni það að stafa
af því — þér gleymið að geta þess — að blöðin í Vínarborg, öll, nema
blöð Kommúnistaflokksins, létu undir höfuð leggjast að minnast á ráð-
stefnuna.
Þið skiljið mig: Þarna voru tvær þúsundir manna, sem voru fulltrú-
ar fyrir nokkur hundruð milljónir annarra manna. Þarna voru í tuga-
tali menntamenn, stjórnmálamemi, listamenn, sem Vínarbúar hefðu á
öðrum tímum verið hreyknir af að veita viðlöku. Þarna var saman
komið hið fróðlegasta safn af þjóðbúningum og tungumálum. Ekki eitt
orð, ekki ein stutt lína í blöðunum. Starfsmanni, sem les blað sósíal-
demókrata og fer ekki út fyrir borgarhverfið, sem hann býr í, gat verið
allsendis ókunnugt um tilveru ráðstefnunnar. Ég minni ykkur á, að
Austurríki er borgaralegt lýðræðisland, hersetið að þrem fjórðu hlut-
um af herjum borgaralegra lýðræðislanda, og að kærasta meginregla
þessara lýðræðislanda er frelsi blaðanna.
En þó að stjórnarvöldin og blöðin hafi ekki vitað af okkur, þá vissi
Sósíaldemókrataflokkurinn af okkur og sendi okkur í eitt gistihús bréf
til að útskýra það fyrir okkur, að við værum einfeldningar og til að
gefa okkur heilræði. Þykir ykkur ekki mikið til um þessa opinskáu og
kláru baráttu: Sósíaldemókrataflokkur, sem dylur tilveru okkar fyrir
áhangendum sínum, en sendir okkur áróður í bréfi?
Hvernig fengu þeir annars nöfnin okkar? Og heimilisföng? Það
minnir mig á að skýra ykkur frá því, að lögreglan gleymdi okkur ekki
heldur. Hún gerði leit í herbergjum okkar.