Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 99
ARNI BOÐVARSSON: Þjóðir og tungumál Greinar þessar eru að stofni til erindi, sem flutt voru í útvarpið sunnudagana 4., 11., 18. og 25. jan. s.l. Efnið er óbreytt og efnismeðferð, en orðalag nokkuð stytt og kaflar færðir til. — Fyrst verður farið fám orðum um ýmis almenn atriði, en síðan litið á tungur Evrópuþjóða og þær, sem þeim eru skyldastar, því næst indóevrópskar tungur Suðvestur-Asíu. Þá lítum við á tungumál frumbyggja Blá- lands hins forna eða Serklands, þ. e. Afríku, þá tungur Asíumanna og höldum heimleiðis um garð hjá frumbyggjum Ástralíu og Ameríku. Síðan verða rifjuð upp til yfirlits í fám orðum nokkur atriði í byggingu þjóðtungnanna, en þar er um auðugan garð að gresja, og töluorðin verða látin nægja sem sýnishom. Loks verður rakið í stuttu máli, hvaða tungumál hafa verið notuð á ýmsum tímum sem alþjóðamál eða millilandamál, þ. e. sem tengiliðir milli manna af mismunandi þjóðemi, er kunnu ekki tungu hvor annars, hvaða kostum alþjóðamál þarf að vera búið, og þess getið í stuttu máli, hvaða tilraunir hafa verið gerðar af ásettu ráði til að skapa alþjóðamál. Þeirra tilrauna þekktust er esperanto. I Inngangur Allt frá upphafi vega sýnist mannfólkið hafa talað mismunandi tungumál, sem hafa að sjálfsögðu borið vitni þroskastigi þeirra manna, er á þau mæltu, en á hinn bóginn er alkunn staðreynd, að tungur þjóð- anna hafa ætíð mikil áhrif á andlegan þroska þeirra. Þjóð, sem talar t. d. tungu, þar sem ekki er hægt að telja nema upp að þremur, kemst aldrei langt í reikningi, og yfirleitt er hugtakafjöldi hverrar tungu góð- ur mælikvarði á nytsemi hennar til menningarstarfsemi. Það verður fljótlega ljóst, eftir að þjóðirnar fóru að færast dálítið frá villistigi frummannsins til nútímamenningar. að andlegir leiðtogar þeirra fóru að brjóta heilann um það, hvers vegna allar þjóðir töluðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.