Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 114
104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
boð'skap að flytja og er á sinn hátt vel fram sett. Sá hlægilegi orðheng-
ilsháttur, sem virðist oft þjá báða málsaðila í deilum urn þessi tvö,
stundum náskyldu, stundum fjarskyldu listform, verður ekki tekinn til
umræðu hér, en upphaf hans má kannski að einhverju leyti rekja til
þeirra, sem af „sjúklegu hatri“ hafa dæmt „hið hefðbundna ljóðform“
dautt. Um slíkar firrur er ekki rétt að eyða mörgum orðum, aðeins
drepa á, að sé eitthvað verulega gott í því hefðbundna, þá hlýtur það
að eiga sinn tilverurétt og oftast tilverumátt. Órímuð ljóð og lausrímuð
eru líka gömul form, sem hafa átt sína hefð í ýmsum löndum, á ýmsum
tímum. 011 sólarmerki benda til, að verulegra breytinga sé að vænta í
íslenzkri ljóðagerð. Ef t. d. ekki þykir ástæða til að vernda stuðla og
höfuðstafi, þá má gera ráð fyrir að þeir verði að miklu leyti horfnir úr
íslenzkum ljóðum sem ort verða um næstu aldamót. Að því hljóta sér-
staklega að stuðla ört vaxandi menningartengsl við aðrar þjóðir, sem
ekki nota þetta bragform. En við getum gert mikið til að sporna við
þessu, og ég held, að við höfum ástæðu til að gera það.
En — sem sagt — þetta er þó ekki aðalatriðið, heldur hitt — þær
lífsskoðanir, sem túlkaðar eru, og hvort það er gert þannig að áhrif
þeirra nái til fólksins. Því að fyrir hverja eru skáldin að yrkja, ef ekki
fyrir fólkið? Um þetta stendur deilan og allt annað eru aukaatriði.
Hafa ekki flest hinna beztu skálda verið nokkurs konar andlegir leið-
togar þjóða sinna, og því skyldu þau ekki halda áfram að vera það í
einhverjum skilningi? En maður, sem velur sér svo göfugt hlutverk, má
sízt af öllu stilla sér skör ofar öllum öðrum — hann má ekki reyna að
staðsetja djúp hálf-dulspekilegra draumóra milli sín og fjöldans. Hann
verður helzt að tala til fólksins eins og einn úr hópi þess, og honum er
hollt að gera sér ljóst, að milli hans og þroskaðasta hluta alþýðunnar
er raunar enginn mismunur annar en sú faglega þekking og hæfileikar,
sem hann hefur tamið sér sem skáld og andlegur leiðsögumaður. Það
hættulegasta allri list er að reyna að umvefja hana svikinni gloríu dul-
rænna kenda, sem þegar skást lætur er aðeins persónulegir og öðrum
óviðkomandi sálsýkisórar, en þegar verst lætur svívirðileg blekking.
S. D. virðist sums staðar í greininni gera sér vel ljóst, að skáldi ber
að leggja eitthvað jákvætt til lífsbaráttu mannsins. Hvergi sést þetta þó
skýrar en í tilvitnun í ágæta ritgerð Nordahls Grieg um hlutverk leik-
listar. En annars staðar í sömu grein kemst S. D. svo að orði, að nútíma