Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 118
108 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á ekki lengur neitt takmark einn sér utan hennar eða mannfélagsbaráttunnar sjálfrar sem örlög Islands eru þáttur af. Persónuleikur hans hefur fundið dýpri rætur og skynjar fyllra þá einingu sem ein gerir mikil skáld. Sorgin og ástin gera skáldið næmskyggnan á þjóðina, í fyrstu á allt sem ósigr- inum hefur valdið. Bókin ber ekki út í bláinn nafn af Gnitaheiði, staðnum þar sem „myrknættið skríður úr höll hins glóðrauða gulls“. Auðstéttinni eru svikin að kenna. Skáldið ber atburðina upp að ljósi liðinna tíma, ákærir hina seku lands- drottna, leiðir þá fyrir hæsta dóm sögu og þjóðar: dómhringinn sitja ármenn er- lends valds, sjá flærð og þýlund hreykjast í hæstu sætum. gráðugir svelgir auðs og valds og víns í veizluglaumi, fláráð hirð sem situr um breytni þína og hug____ Hann gegnlýsir einnig hið sýkta þjóðfélag, gjörningarökkrið, hinn blindaða lýð, auðmjúka varúðarfulla þjóna valdsins, hina hálfvolgu og huglausu er standa sem bakhjarlar að svikunum við þjóðina. Ádeila hans er bitur, skörp og sönn: Glaumur fagnar þér, tómleiki býður þér heim, slungin græðgi vísar þér veg til hallar, varúð brosmild og lokkandi hvíslar: gleym órum þínum í örmum mér, látum aðra um að sýna hreinskilni og þor; sjá flærð og þýlund hreykjast í hæstu sætum, hugsjón og göfgi sparkað á dyr og frelsi smáð og fjötrað á opnu svæði — I öðru lagi er bókin varnaðarhvöt og ákall til þjóðarinnar. Með skírskotun til alls sem er henni dýrt og kært, með öllum töfrum sem Snorri kann að gæða Ijóð- mál sitt, leitast hann við að seiða fram það afl sem megi hrinda ósigrinum og færa þjóðinni aftur líf. Ekki aðeins efni úr sögu Islands, eins og í kvæðinu Þá var kallað þar sem „sveitir kvíðahljóðar“ á Þingvöllum híða komu Árna Oddsson- ar, þess manns er komi og frelsi landið, heldur og söguna af Ilamlet og söguna af meistaranum í garðinum og lærisveinunum sofandi gerir skáldið að lifandi hvatn- ingu til íslenzku þjóðarinnar nú. Þannig verður bókin einnig leiðsögn út úr myrk- nættinu, boðun um þann dag, það líf er „gengur til vígs í slóð þess“. Hver geig- ur, hik og vonleysi sem í fyrstu bjó kvöl þjóðinni og skáldinu víkur fyrir nýju þori, nýjum leiðum til sigurs. Oftsinnis lítur Snorri yfir farinn veg þjóðar og mannkyns úr friðsælu skauti náttúrunnar, þar sem er „ósprottinn dagur í túni“, „himinn þess draums sem við geymum í minni bjartan og bemskan", og til borg- anna, „þangað sem jörðin er dauð og grá fyrir múrum". Og svar hans er: Þar skal dagurinn rísa úr helfölri kyrrð, þá breiðast daggstimd og blá blóm þín um torgin þar sem gálgamir stóðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.