Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 12
Undirbúmiigiir margra stríða Jafnvel þeim mönnum sem hafa árum og áratugum saman látið sér skiljast hið sanna eðli bandarískrar utanríkisstefnu, hljóta atburðir síðustu mánaða að vera ærið umhugsunar- efni. Þeir boða vissulega breytingu á aðferðum, sem getur markað sögu næstu áratuga nýjum dráttum, ef ekki verður snúið við blaðinu innan skamms. Þessa mánuði hefur for- seti Bandaríkjanna og lið hans unnið að því ötullega að svipta burt síðustu velsæmisdul- unum af bandarískri póbtík; og ruddaleg og blóðug lygi þessara stjórnmálamanna, vald- hroki þeirra og yfirgangur, fyrirlitning þeirra á almenningsáliti, lýðræðisvinum, friðar- sinnum og menntamönnum minnir æ meira á þau atvik sem á sínum tíma vörðuðu leið Hitlers til heimsstyrjaldar. Svo eitt dæmi sé nefnt: aðferð Johnsons þegar hann lætur flugflota sinn dag eftir dag og nótt eftir nótt hella hundraði eða hundruðum tonna af sprengjum yfir land sem á ekki í stríði við Bandaríkin, en flytur á sama tíma ræður um frið, um friðarstefnu Bandaríkj- anna, um friðarfaðm sinn öllum opinn, — þessi aðferð er að engu frábrugðin því þegar Hitler var að halda sínar hjartnæmu friðarræður 1937—1939, um leið og herir hans lögðu undir sig hvert landið á fætur öðm.1 Þó er líklegt að Hitler hefði á sínum tíma varla get- að dottið í hug að halda því fram að flugfloti hans á Spáni stæði aðeins í styrjöld við brýr, og ekki varð honum heldur að vegi að sanna mannúð sína með þeirri óviðjafnan- legu ályktun að hernaður gegn brúm kosti engar blóðsúthellingar.2 Það skiptir auðvitað ekki máli hvort hér er um að ræða illkvittna tilviljun eða merki um það að áróðursráðunautar Bandaríkjaforseta hafi lært tækni sína af Hitler og Goebbels; þetta er að minnsta kosti eðlileg hliðstæða; hræsnin og blygðunarleysið, fyrirlitningin á heilbrigðri skynsemi almennings er af nákvæmlega sama tagi hjá stjóm Johnsons nú og Hitler fyrir tuttugu og fimm eða þrjátíu ámm. Samt væri firra að halda því fram að yfir- gangsstefna Bandaríkjanna sé undin úr öllum sömu þáttum og nazisminn. Hún er að mestu leyti séramerískt tilbrigði imperíalismans. Ókvalráð valdbeiting í samskiptum við önnur ríki til framdráttar „bandarískum hagsmunum", gjörsamlegt skeytingarleysi um lög og rétt þegar „hagsmunirnir" kröfðust, er nærri jafngamalt í bandarískri pólitík og Banda- ríkin sjálf, þó að fyrst kasti tólfunum um aldamótin 1900. Jafnan gangsterismi = pólitík hefur lengi verið í gildi í Bandaríkjunum og sett sérstakt mót á bandaríska sögu. En að því er tók til utanríkissamskipta var þessi ræningjapólitík til skamms tíma einskorðuð að mestu leyti við næstu nágranna Bandaríkjanna, og sú staðreynd stuðlaði aftur að því að viðhalda þeirri furðulegu tvöfeldni sem er líka eitt af höfuðeinkennunum á sögu Banda- ríkjanna og sálarlífi Bandaríkjamanna. Samskipti Bandaríkjanna við Suður-Ameríku 1 Hið gagnsæja áróðursbragð að bjóðast til að semja „án nokkurra skilyrða fyrirfram" við það ríki sem Bandaríkjamenn hafa ráðizt á að fyrra bragði, en neita að viðurkenna tilveru þess aðila sem hefur barizt við bandarískan her í bráðum fjögur ár — Þjóðfrelsis- fylkingar Suður-Vietnam, — þarf ekki að útskýra fyrir þeim sem hafa lesið ritgerð Edgars Snows í síðasta hefti Tímaritsins. 2 „There is no blood in a bridge“; ívitnað eftir Johnson forseta í Newsweek 17. maí. 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.