Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 13
UndirbúninguT margra stríða voru atriði sem góður Bandaríkjamaður þurfti ekki að hugsa um, óvirkt atriði og ein- angrað í undirvitundinni, neikvætt og þarafleiðandi útlægt; amerísk bjartsýni krafðist þess að mynd Bandaríkjanna væri aðeins samansett úr jákvæðum dráttum. Að Bandaríkin séu helztu heimkynni frelsisins á jörðu hér og að samskipti Bandaríkjamanna við aðrar þjóðir byggist á lögum og rétti og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þeirra er ekki eingöngu opinber og skitugur áróðursfrasi, heldur líka einlæg og rótgróin trú mikils hluta Bandaríkjamanna, og því ber reyndar ekki að neita að stundum hefur þessi þrákelkna og óraunverulega þjóðtrú haft raunveruleg áhrif. Og bandarísk stjórnarvöld hafa kappkostað að gera þessa bandarísku þjóðtrú að þjóðtrú alls heimsins, það hefur um langt skeið verið eitt helzta boðorð utanríkisstefnu þeirra. Þó að tvöfeldni sé ljótur löstur samkvæmt siðfræðinni verður að viðurkenna, að þessi vesturheimska tvöfeldni hefur verið yfirgangsöflunum í bandarískri utanríkispólitík nokk- ur fjötur um fót á undangengnum áratugum. Og þó aðeins á mjög afstæðan hátt! Banda- ríkjamenn hafa að vísu stefnt að heimsyfirráðum beint eða óbeint frá stríðslokum, og þó þeir hafi nú gefið Dullesar-kenninguna upp á bátinn og vonist ekki lengur til að geta „frelsað" Sovétríkin, — að minnsta kosti ekki beinlínis, — þá er frelsun Kína enn á stefnuskrá þeirra. En í þessari sókn til heimsforræðis hafa þeir neyðzt til að fara fram með nokkurri gát. Þeir hafa reynt af fremsta megni að láta líta svo út sem þjóðsagan um hina bandarísku frelsisást og hina bandarísku virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða væri sönn. Þeir hafa ekki treyst sér til að flytja út gangsteraðferðimar frá Suður- Ameríku ódulbúnar til annarra hluta heimsins. Auðvitað hafa þeir oft lent í erfiðri úlfa- kreppu, og dulbúningurinn gat kannski aðeins tekizt vegna þess að fátt var bandarískum dollurum ómáttugt og áróðurstækin yfrið sterk um allan heim. En sú stefna þeirra að forðast umfram allt að styðjast við nakið vald og ódulbúið hefur eigi að síður haldið aftur af þeim og það er hægt að sanna að þrátt fyrir viðbjóðslega hræsnina sem var fylgi- fiskur þessarar stefnu, hafi hún í nokkrum tilvikum komið í veg fyrir stórslys. Breytingin sem orðið hefur á bandarískri utanríkisstefnu síðustu mánuði er fólgin í því fyrst og fremst að Bandaríkjastjóm hefur nú ákveðið að beita nöktu valdinu „ef með þarf“, án þess að hirða um álit heimsins. Þessi breyting mun auðvitað ekki hafa í för með sér að Bandaríkjamenn afsali sér öllum nytjum af hinni gömlu þjóðsögu. Þeir munu notfæra sér hana í áróðri sínum meðan nokkur tætla er eftir af henni. En dulbúningur- inn er gatslitinn, ósamræmið milli þjóðsögunnar og veruleikans er nú orðið svo gífur- legt að enginn algáður maður lætur blekkjast. Aðeins þeir sem eru blindir munu halda áfram að trúa. Bandarískir stjómmálamenn vita þetta vel, en þeir láta það ekki laftra sér lengur, og það er nú vonlítið verk að leita að þeirri alþjóðlegu löggildingu á athöfn- um þeirra sem þeir lögðu alla áherzlu á fyrir nokkrum árum. Aðeins aumustu leppar þeirra í Asíu og Suður-Ameríku — einkum herklíkustjómir — veita þeim nú samþykki sitt og bjóðast til að hjálpa þeim við skítverkin, -— og svo auðvitað hin þolinmóða sam- fylking íhalds og sósíaldemókrata í Evrópu. — Þessi breyting er að vísu ekki eðlisbreyt- ing heldur stigbreyting, en stigbreyting af því tagi sem getur leitt til stórfelldra keðju- verkana. Þessi breyting er ennfremur mesti ósigur Bandaríkjanna á alþjóðlegum vettvangi frá stríðslokum. Háttsettur bandarfskur diplómat, sérfræðingur í málum Austur-Asíu, hefur lýst þvi hvaða sögulega þýðingu stríðið í Víetnam hefur í þessu samhengi: 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.