Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 111
telst mér til, að meir en þriðjnngur a{
efnismagni hennar sé um fsland og íslenzka
menn fyrr og síðar, og svipuðu máli mun
gegna um sumt annað af hans frumkveðnu
ljóðabókum, en þær eru alls orðnar sjö á
fimmtán árum, auk þýðinganna. Hitt er þó
meira um vert, frá mínu sjónarmiði, af hve
fölskvalausum hug til lands vors þetta allt
er gert, bæði saga Stefáns, þýddu kvæðin
og þau frumortu.
Kvæðin í þessari bók Orglands hafa
sömu kosti og fyrri ljóð hans og standa
þeim síður en svo að baki. Ef nokkru mun-
ar, finnst mér kraftur skáldsins og hagleik-
ur aukast við hverja bók, sem hann gefur út.
Og ekki minnist ég þess að hafa áður lesið
svo viðamikil kvæði eftir Orgland sem Til
Islands og Galdra-Loftur í Farvegum. 011
eru kvæðin ort á kjarngóðri nýnorsku,
hreytileg að uppistöðu, ívafi og blæ, sem
þó er alltaf með persónulegum yl.
Til dæmis um íslenzkan svip kvæðanna
og um leið fjölbreytni skulu fyrst og fremst
nefnd fáein þeirra, sem eru um land vort
og þjóð: Til íslands, Galdra-Loftur (bæði
löng og kynngi mögnuð), Sigling inn Eyja-
fjörð, Hornbjarg, Stóri-Geysir, fslenzkur
skipstjóri, Mývatn, Dimmuborgir, Kveðja
til íslands og Fjalldrottning, öll rík af að-
dáun á því, sem íslenzkt er og norrænt
yfirleitt.
Onnur yrkisefni, tekin til meðferðar af
skáldinu, eru flest norsk eða færeysk. Yfir
bókinni er því víðast norrænt heiði, ýmist
hlýtt og bjart eða þrungið seltu frá sjó og
frosti vetrar. Einstök þeirra mættu þó kall-
ast sammannleg, þannig að óljós virðist
uppruninn. Svo er t. a. m. um eitt bezta
kvæðið, Sólarsöng (við klausturhlið). Þar
segir frá ungri stúlku, sem ætlar að fara
í klaustur, og aðdáanda hennar, söknuði
hans og þrá. Honum er kvöl að meyjar-
missinum í klaustrið, sem von er að. Svo
Umsagnir um bœkur
mælir skáldið m. a. fyrir munn elskandans
til hennar, sem Guði hefur líf sitt helgað:
fíulla skire, Gulla blome,
i din vðrdag sprungen ut!
Kor din ange fyller romet,
kor din song nár inst i hjartet,
sá det svimrar for ein gut.
Du er sytten ár i sumar,
du vert atten neste vár.
Kor min dag vil verta tomar'
nár den skiraste av blomar
attom klosterporten stár.
Þe:ta er aðeins fyrsta vísa kvæðisins af sjö,
en það er alit til enda gætt sömu ást og
aðdáun.
Ég sagði, að kvæðið virtist sammannlegt.
En gæti það ekki táknað viðhorf höfundar-
ins til íslands, sem er horfið honum í
fjarskann líkt og klausturmærin sveininum
inn fyrir múrinn, og gæði það meyjar- eða
konumynd, svo sem ófá skáld hafa gert á
undan honum? Sjá t. a. m. ljóðið Fjall-
drottningu í bókar lok, sem er náskylt
þessu.
Um þetta skal þó ekkert fullyrt. En
kvæðið um Gullu hefur þau einkenni góðs
skáldskapar að kveikja í lesandanum sömu
hughrif og það er innblásið af. Og þessi
fagra kvenlýsing er a. m. k. ósvikin og
norræn.
Snarasti þáttur ljóða Orglands er ástin
til norrænunnar og til íslands alveg sér-
staklega. Hann saknar þess eins og ást-
rneyjar, dáist að fomri frægð þess og feg-
urð, gleðst yfir heiðri þess og hamingju í
nútíð, dreymir um glæsta framtíð þess.
Fyrir það, sem nú hefur verið sagt, skal
ívari Orgland af alhug þakkað og honum
óskað til hamingju með vöxt og viðgang
á skáldskaparbraut hans.
Þóroddur GuSmundsson.
101