Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 116
Tímarit Máls og menningar
mannkyninii, og nú var að hefjast: hegning
fyrir Miinchen, hefnd fyrir sigurglott Hitl-
ers í París; hefnd fyrir sprengjurnar sem
varpað var á London, hefnd fyrir allt það
sem Sovétþjóðirnar höfðuð orðið að þola.
Og þá man ég líka eftir átakanlegu dæmi
um mannúð rússneskra hermanna: ég sá
rússneskan liðþjálfa í Stalíngrad sem hafði
í fylgd með sér tvo heldur slæpta Þjóð-
verja, verkamenn frá Berlín. Þeir máttu
hrósa happi; hann hafði gefið þeim flóka-
stígvél og fóðraðar úlpur og loðhúfur og
gefið þeim að borða. Þegar ég spurði hann
hvernig þeir væru, svaraði hann blátt á-
fram: „O, rétt eins og annað fólk.“
Auðvitað voru þeir ekki allir „rétt eins
og annað fólk“. Á árunum 1943—44 sá ég
allan hinn hroðalega ávöxt þýzka liemáms-
ins. Kharkov og Voronezj, Rostov, Orel og
Kíev, hið „eydda land“ alla leið frá Vjazma
til Hvítarússlands. Ég lýsi flestum þessara
staða í bók minni. En ýmsu öðru þurfti að
lýsa en hryðjuverkum Þjóðverja: ég á við
hið óviðjafnanlega stolt og lmgprýði sem
ég varð allsstaðar var í Sovéthernum, þá
sannfæringu að sovézkir hermenn væru
orðnir fullkomlega hlutverki sínu vaxnir
og færir um að nota nýjustu hernaðartækni.
Þeir voru nú orðnir fremri Þjóðverjum í
þeim leik sem hinir síðarnefndu höfðu
byrjað.
Eftir sigurinn við Kúrsk, þar sem urðu
hin hemaðarlegu straumhvörf styrjaldar-
innar (Þjóðverjar hejSu getað náð sér aft-
ur eftir Stalíngrad, en ekki eftir Kúrsk),
varð sjálfstraust Sovéthersins takmarka-
laust. Nú var aðeins um það að ræða hvað
tæki langan tíma að sigra. Reyndar var
uppgjafarstefna aldrei fyrir hendi, ekki
einusinni þegar verst leit út. Hermennirnir
þurftu á miklu sjálfstrausti að halda til að
syngja á verstu dögum ársins 1942 söngva
um gönguna vestur eftir Ukraínu.
1943—44 var sú ganga raunverulega haf-
in; og eftir því sem þeir gengu lengur urðu
þeir reiðari við „sníkjudýrin". Donbas var
eintómar rústir; Þjóðverjar höfðu lagt í
eyði þúsundir þorpa og borga; þar voru
fjöldagrafir óbreyttra borgara og stríðs-
fanga, og í Hvítarússlandi voru mörg þorp
þar sem sérhver maður, kona og bam hafði
verið myrt í „hernaðaraðgerðum" gegn
skæruliðum. Og sífellt bættist við vitneskja
um milljónir Rússa — aðallega stríðsfanga
— sem höfðu bókstaflega verið sveltir til
hana ... Það var ekki auðvelt að sannfæra
vestrænar þjóðir um að allt þetta ætti sér
stað.
Þá var það, í ágúst 1944, að ég sá það
sem var hroðalegast alls þess sem ég var
persónulega vitni að — hið risavaxna „iðn-
fyrirtæki" þar sem hálfri annarri milljón
manna hafði verið tortímt með fullkominni
verkmenningu og vísindalegum aðferðum,
gasklefum og brennsluofnum. Ég á við
Maidanek í nágrenni Lublin.
Ég sendi nákvæma skýrslu um Maidanek
til BBC. Þeir notuðu ekki eitt orð úr
henni. Þeir héldu að Rússar hefðu „sett
þetta á svið“ í áróðursskyni. Sum vestræn
blöð notuðu fréttaskýrsluna, en önnur ekki;
og brezka útvarpið notaði hana alls ekki.
Þessir herramenn frá BBC skildu þetta ekki
fyrr en þeim voru sýndar fangabúðimar í
Belsen og Dachau og Buchenwald.
Síðasta sumar heimsótti ég á ný marga
þá staði sem ég sá í stríðinu. Sár stríðsins
höfðu verið grædd merkilega fljótt, svo er
fyrir að þakka dugnaði og einbeitni hinnar
sovézku þjóðar. Ég man eftir héraðinu fyr-
ir sunnan Leníngrad, kringum Úritsk og
Ligovo og Pulkovo-hæðunum árið 1944;
þar var svipað umhorfs og á tunglinu;
mörg þúsund fallbyssuskot og sprengjur
höfðu bylt upp jörðinni; hvergi stóð eftir
tré eða runni, hvað þá heldur hús. Núna
þjóta fallegar rafmagnslestir gegnum þessa
106