Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 116
Tímarit Máls og menningar mannkyninii, og nú var að hefjast: hegning fyrir Miinchen, hefnd fyrir sigurglott Hitl- ers í París; hefnd fyrir sprengjurnar sem varpað var á London, hefnd fyrir allt það sem Sovétþjóðirnar höfðuð orðið að þola. Og þá man ég líka eftir átakanlegu dæmi um mannúð rússneskra hermanna: ég sá rússneskan liðþjálfa í Stalíngrad sem hafði í fylgd með sér tvo heldur slæpta Þjóð- verja, verkamenn frá Berlín. Þeir máttu hrósa happi; hann hafði gefið þeim flóka- stígvél og fóðraðar úlpur og loðhúfur og gefið þeim að borða. Þegar ég spurði hann hvernig þeir væru, svaraði hann blátt á- fram: „O, rétt eins og annað fólk.“ Auðvitað voru þeir ekki allir „rétt eins og annað fólk“. Á árunum 1943—44 sá ég allan hinn hroðalega ávöxt þýzka liemáms- ins. Kharkov og Voronezj, Rostov, Orel og Kíev, hið „eydda land“ alla leið frá Vjazma til Hvítarússlands. Ég lýsi flestum þessara staða í bók minni. En ýmsu öðru þurfti að lýsa en hryðjuverkum Þjóðverja: ég á við hið óviðjafnanlega stolt og lmgprýði sem ég varð allsstaðar var í Sovéthernum, þá sannfæringu að sovézkir hermenn væru orðnir fullkomlega hlutverki sínu vaxnir og færir um að nota nýjustu hernaðartækni. Þeir voru nú orðnir fremri Þjóðverjum í þeim leik sem hinir síðarnefndu höfðu byrjað. Eftir sigurinn við Kúrsk, þar sem urðu hin hemaðarlegu straumhvörf styrjaldar- innar (Þjóðverjar hejSu getað náð sér aft- ur eftir Stalíngrad, en ekki eftir Kúrsk), varð sjálfstraust Sovéthersins takmarka- laust. Nú var aðeins um það að ræða hvað tæki langan tíma að sigra. Reyndar var uppgjafarstefna aldrei fyrir hendi, ekki einusinni þegar verst leit út. Hermennirnir þurftu á miklu sjálfstrausti að halda til að syngja á verstu dögum ársins 1942 söngva um gönguna vestur eftir Ukraínu. 1943—44 var sú ganga raunverulega haf- in; og eftir því sem þeir gengu lengur urðu þeir reiðari við „sníkjudýrin". Donbas var eintómar rústir; Þjóðverjar höfðu lagt í eyði þúsundir þorpa og borga; þar voru fjöldagrafir óbreyttra borgara og stríðs- fanga, og í Hvítarússlandi voru mörg þorp þar sem sérhver maður, kona og bam hafði verið myrt í „hernaðaraðgerðum" gegn skæruliðum. Og sífellt bættist við vitneskja um milljónir Rússa — aðallega stríðsfanga — sem höfðu bókstaflega verið sveltir til hana ... Það var ekki auðvelt að sannfæra vestrænar þjóðir um að allt þetta ætti sér stað. Þá var það, í ágúst 1944, að ég sá það sem var hroðalegast alls þess sem ég var persónulega vitni að — hið risavaxna „iðn- fyrirtæki" þar sem hálfri annarri milljón manna hafði verið tortímt með fullkominni verkmenningu og vísindalegum aðferðum, gasklefum og brennsluofnum. Ég á við Maidanek í nágrenni Lublin. Ég sendi nákvæma skýrslu um Maidanek til BBC. Þeir notuðu ekki eitt orð úr henni. Þeir héldu að Rússar hefðu „sett þetta á svið“ í áróðursskyni. Sum vestræn blöð notuðu fréttaskýrsluna, en önnur ekki; og brezka útvarpið notaði hana alls ekki. Þessir herramenn frá BBC skildu þetta ekki fyrr en þeim voru sýndar fangabúðimar í Belsen og Dachau og Buchenwald. Síðasta sumar heimsótti ég á ný marga þá staði sem ég sá í stríðinu. Sár stríðsins höfðu verið grædd merkilega fljótt, svo er fyrir að þakka dugnaði og einbeitni hinnar sovézku þjóðar. Ég man eftir héraðinu fyr- ir sunnan Leníngrad, kringum Úritsk og Ligovo og Pulkovo-hæðunum árið 1944; þar var svipað umhorfs og á tunglinu; mörg þúsund fallbyssuskot og sprengjur höfðu bylt upp jörðinni; hvergi stóð eftir tré eða runni, hvað þá heldur hús. Núna þjóta fallegar rafmagnslestir gegnum þessa 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.