Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 4
Ádrepur Gubmundur Andri Thorsson B ernskuminningar Fyrir áramót hélt Félag áhugamanna um bókmenntir fund um „stöðuna" og var ég beðinn að spjalla þar um skáldsögur undangenginna ára. Þetta sem hér birtist er byggt á því. Bókmenntaumræðan hér einkennist lítið af umfjöllun um bækur. Meira er um að rætt sé um persónur og skiptast menn í flokka eftir því hvernig þeim líkar við þær persónur. Annað sem mótar hana er að allir sem taka til máls vilja vera á undan umræðunni, í hópi skörpustu lesenda sem sjá í gegnum húmbúgg og láta ekki ærandi fjölmiðladyninn rugla sig í ríminu, heldur mynda sér skoðanir óháð öllu skrumi auglýsingamanna. Þess vegna einkennist fjölmiðlaumræðan af árásum á þá sem hossað var stuttu áður — samkeppnin stendur um það hver fyrstur sé að sjá í gegnum platið og segja: hann er í engum fötum. Sífellt er verið að reyna að sjá út eitthvað sem orðið hefur undir í fjölmiðlasukkinu; því er hrósað með almennu orðagjálfri um að vel sé skrifað, án þess að því sé lýst nánar, og síðan er gjarnan sagt: Þetta er nú ekki eins og hitt sem allir eru að tala um og fjölmiðlarnir eru að auglýsa upp, þessi höfundur er aldeilis ekki að troða sér í sjónvarpið heldur vinnur af heilindum. Umræðan er sem sé alltaf neikvæð vegna þess að hún er aldrei um sjálf skáldverkin — það er sífellt verið að reyna að koma að skotum og pillum á einhverja sem ekki eru beinlínis til umræðu. Og jafnvel þótt verið sé að hrósa verki þá er það ævinlega gert í andstöðu við hitt sem fram að þessu hefur verið hrósað; sett upp sem valkostur hins alvarlega þenkjandi bókmenntaunnanda við skruminu. Fyrir nokkrum árum var enginn framsækinn nema hann hreytti einhverju úr sér um nýraunsæið. Lof um öll skáldverk var á eina lund: þetta væri nú eitthvað annað en þessir nýraunsæispennar, jafnvel þótt slíkir ættu í hlut. Núna sæta þau sem seldu vel síðustu vertíð — einkum Thor og Steinunn — ákúrum fyrir að vera alltof skemmtileg í sjónvarpi og er einna helst að skilja að sé höfundur nýrrar bókar sá hégómlegi loddari að láta yfirleitt sjá sig á götum úti, eigi hann að minnsta kosti að gæta þess velsæmis að vera bæði önugur í viðmóti og fýlulegur 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.