Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 19
Listin að Ijúka sögu að vera hérumbil samtíma og jafnaldra — tákn þess tíma sem kemur aldrei aftur, þeirrar eilífðar sem virðist ríkja í Brekkukoti bernskunnar, í túninu heima? Þannig verður sagan af Brekkukoti og fólki þess minnisvarði yfir þjóðlegri menningu og lífsviðhorfum sem eru höfundinum næst og hjart- fólgnust. Það er langt frá því að það sé allur boðskapurinn. En ef til vill er það dýpsta merking sögunnar af því húsi sem er „rök annarra húsa á jörð- inni“. Að hafa fundið sannleikann Paradísarheimt (1960) lýkur með því að Steinar í Steinahlíðum er eftir mörg ár kominn heim aftur einn að bænum sínum, sem er fyrir löngu jafnaður við jörðu. Jafnvel dyrahellan þar sem kona hans stóð einu sinni og horfði eftir honum fara til útlanda er sokkin. Vallargarðarnir frægu, „meistaraverk eftir lángafa hans, fyrirmynd og eftirdæmi heilla sveita", eru niðurníddir og grjótinu úr þeim dreift útum allt tún. Bóndinn fer úr treyju sinni og byrjar að „tína saman grjót og bera sig að gelda ögn uppí vegginn“: Vegfarandi nokkur sér að ókunnur maður er tekinn til að laspra við garðana í þessu eyðikoti. Hver ert þú, spyr þessi ferðamaður. Hinn svarar: Eg er sá maður sem heimti aftur Paradís eftir að hún hafði leingi verið týnd, og gaf hana börnum sínum. Hvað er slíkur maður að vilja hér, spurði vegfarandinn. Eg hef fundið sannleikann og það land þar sem hann býr, áréttaði vegg- hleðslumaðurinn. Það er að vísu allmikils vert. En nú skiftir mestu máli að reisa við aftur þennan vallargarð. Síðan heldur Steinar bóndi áfram einsog ekkert hefði í skorist að leggja stein við stein í hina fornu veggi uns sólsett var í Hlíðum undir Hlíðunum. (300/01) Orð Steinars eru útaf fyrir sig skýr og auðskilin. Samt hljóta þau að koma bæði vegfarandanum og lesandanum dularfull fyrir sjónir. Við finnum þörf á því að rýna í þau og túlka, fylla í eyðurnar í því sem er sagt berum orðum. Hverskonar samband er milli sannleikans og þess hlutverks sem skiptir nú mestu máli? Hvað fela orð bóndans í sér sem lokauppgjör við heila æfi? Vonbrigði? Eða kannski endurfundið öryggi? Ef til vill er vonlaust að leita svars við slíkri spurningu, í skáldsögu einsog í lífi okkar. Enda er Steinar sjálfur vanur því að svara aldrei afdráttarlaust já eða nei við spurningu. Þó virðist ekki alveg ástæðulaust að líta ögn tilbaka yfir æfi hans og framtíðarvonir, til þess að skilja hann betur. Við heimsókn Danakonungs á Islandi árið 1874 í tilefni af þúsund ára TMM II 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.