Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 20
Tímarit Máls og menningar
afmæli landnáms afhendir Steinar honum að gjöf á Þingvöllum hvítan hest
sinn, Krapa. „Þótti leika lítill vafi á því að þetta væri yfirnáttúrlegur hestur
og hafði svo jafnan verið síðan hann var folald"; hann er vatnahestur,
„hulduskepna“ (9). Missir Krapa veldur börnum bóndans, litlum dreng og
telpu, sárum vonbrigðum. Hann hefur verið uppáhald þeirra og yndi. En
Steinar hefur með gjöf sinni unnið sér þakklæti og vinsemd konungs; það er
ekki lítils virði. Og kannski hefur hann þá ekki síst hugsað um framtíð
barna sinna.
Sambandi Steinars við Danakonung er ekki þar með lokið. Hann tekur
sér á hendur viðburðaríka ferð til Kaupmannahafnar, og hefur þá meðferðis
aðra gjöf handa konungi. Það er marghólfaður kistill, sem hann hefur
smíðað sjálfur með mikilli leynd. Læsing þessarar furðusmíðar er svo
hugvitssöm að það þarf fimm erinda kvæði til að muna eftir öllum tökum í
réttri röð til að opna kistilinn. Sjálfur er Steinar eins og alltaf þögull um
áform sitt. „En þó að brottför þessa heimakæra bónda væri fólki hans efni í
saknaðartár, þá vó þar í móti stolt þeirra að eiga föður sem útlendir kon-
úngar vildu hafa sér nær einsog í fornsögum.“ (68) Það eru auðsjáanlega
miklar vonir tengdar þessu ferðalagi, þótt bóndi fari dult með.
En meðan Steinar er utanlands, er húsbóndalaus bær hans meira eða
minna eyðilagður af hestaprangaranum og hestaútflutningsmanninum Birni
á Leirum, sem lætur vinnumenn sína vaða uppi og stóð sitt traðka út túnið.
Þar að auki gerir þessi samviskulausi karl í endurteknum heimsóknum
sínum Steinu litlu, óreynda stúlkuna, að frillu sinni og barnar hana.
I Kaupmannahöfn gerir Steinar vart við sig hjá hirðinni, og honum er
boðið í veiðihöll konungs. Þar afhendir hann konungi kistilinn, að konungs-
fjölskyldunni og hágöfugum gestum hennar áhorfandi. Þeir bisa árangurs-
laust við hina flóknu læsingu. Bretakonungur verður „fyrstur til að setja
fótinn í vont krjádel af Islandi og segir að það er víst ein helvítismaskína"
(101). I lystigarðinum verður einnig endurfundur bóndans og Krapa. Þessi
sálarhestur hans er nú „strokinn og feitur og vambmikill eins og búrtík", og
er undir nafninu Pússý „látinn draga lystikerrur barna meðal blómarunna".
Bóndinn þykist „kannast aftur við glampann í auga honum“. Þó finnst
honum Krapi horfa á fyrrverandi húsbónda sinn „með annarlegum svip
einsog látinn ættingi sem vitjar manns í draumi": „enda óskaði ég á þeirri
stundu að hann þekti mig ei“ (102).
„Nú hefur verið sagt frá því er Steinar bóndi fór af Islandi, frá Hlíðum
undir Steinahlíðum, að heilsa uppá hest sinn hjá danakonúngi, og hefur
afhent orlofsgjöf sína við smáar þakkir og ekki háa greifatign" (143). Þetta
er að vísu ágrip sögumanns af heimsókninni, en ætli orð hans séu ekki um
leið lýsing á vonbrigðum bóndans. Steinar hefur fært konungi sálarhest sinn
146