Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 26
Tímarit Mdls og menningar „Hvar ertu?“ Ekkert svar og ekkert lífsmark með húsinu. Hann skelfur og nötrar enn, uns hann andvarpar „vondaufur útí þokuna: Hvar er ég?“ Loks æpir hann „af öllum lífs og sálar kröftum þetta eina orð“: Ua! Svarið er „kaldranalegt hlakk einsog í veiðibjöllu, og þó ekki, utanúr þokunni". Hann hlustar betur og þykist þá kannast við að það sé hlátur konunnar: „Hún hlær og hlær. Húsið hlær.“ Umboðsmaður biskups „læðist burt með pokann sinn í miðjum hlátrinum" (330/31), og er að vona að hann finni þjóðbrautina aftur. Þarna er hann skilinn eftir úti á víðavangi í þoku og náttmyrkri, „imperíalinn“ sokkinn í keldu og konan á bak og burt. Varð hann fyrir sjónhverfingum einsog Gylfi kóngur forðum? Hverskonar lærdóm má draga af þessum lokum sögunnar, ef nokkurn? Eitt er víst. Mannlífið er ekki falið í „staðreyndum“ og „skýrslu“. I innsta eðli sínu er það óútreiknanlegt, leyndardómur, kannski skáldskapur. Séra Jón Prímus vissi það. Hann sagðist einu sinni óska þess að Umbi kynntist Uu, því að þá mundi hann „skilja lífið“. Nú hefur ungi maðurinn kynnst henni, sem var samkvæmt séra Jóni „einn þessara fyrirburða sem vandi er að segja hvort heldur er loftsýn eða jarðbúi" (101). En hefur hann lært að skilja lífið, þar sem hann er að leita að þjóðbrautinni með segulbönd sín í poka? Hvar ertu? Hvar er ég? Ekkert svar. „Það er einn tónn sem skiftir mdli“ Guðsgjafaþula (1972) er fyrst og fremst „síldarsaga“ Islands á vissu tímabili, og um leið æfisaga Bersa Hjálmarssonar, „Islandsbersa", hins stórkostlega síldarkaupmanns. Sögumaður bregður upp ýmsum skoplegum myndum úr íslensku þjóðlífi á þeim árum. En frá sálfræðilegu sjónarmiði er það samband tveggja einstaklinga, Bersa og dóttur hans Bergrúnar, sem er rauði þráðurinn í sögunni. I því sambandi birtist okkur hinn grófi Islandsbersi í nýju ljósi. Sögumaður, sem segist vera „fuglakaupmaður", hittir Bergrúnu í fyrsta skipti á heimili hennar, þegar hann kemur þar til þess að selja þeim varp- hænur samkvæmt auglýsingu í Vísi. Stúlkuna, sem er veik og rúmföst, langar að fá að tala við hann. Það hangir fiðla á veggnum fyrir ofan höfðalag hennar. Hún segir að það sé fiðla pabba hennar, og að enginn megi snerta á henni nema hann. Auðsjáanlega kemur húsfaðirinn örsjaldan til að heilsa upp á eiginkonu sína og dóttur. Reyndar hittast þau feðginin aldrei í sög- unni. En pabbi Bergrúnar er efst í huga veiku stúlkunnar, og hún segir sögu- manni frá ferð þeirra til Italíu: 152
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.