Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 29
Listin að Ijúka sögu Þannig endar þessi síldarsaga. Við kveðjum Islandsbersa, mikinn athafna- mann í miðjum straumi samtíðarinnar, fyrst og fremst sem föður Bergrúnar, í leit að þeim tóni sem gæti opinberað innsta eðli liðinnar dóttur hans og sambands þeirra tveggja — þeim tóni sem verður ef til vill aldrei fundinn. Niðurlagsorð Þessar minnisgreinar gera engar kröfur til þess að segja neitt nýtt eða óvænt um skáldsögur þær sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Margt sem skiptir máli, stundum kannski meira að segja mestu máli, hefur einnig verið látið liggja milli hluta. Ætlun mín hefur aðeins verið að athuga svolítið nánar aðferð skáldsins við að ljúka sögu. Er hægt að draga einhverja al- menna ályktun af þessu yfirliti? Fáir íslenskir rithöfundar á þessari öld hafa tekið eins virkan þátt í umræðum um almenn kjör þjóðarinnar og Halldór Laxness. Skáldsögur hans eru yfirleitt þjóðfélagslegs eðlis, og ósjaldan róttæk og vægðarlaus ádeila. Að því leyti er heildin, þjóðfélagið, í brennidepli. En ég þykist hafa fundið, og vona að mér hafi tekist að sýna fram á, að einmitt undir lok skáldsagna hans beinist ljósið meira en ella að einstaklingunum og persónu- legum örlögum þeirra, oft í afstöðu hvers til annars: Steini Elliða og Diljá; Arnaldi og Sölku Völku; Bjarti og Ástu Sóllilju; Olafi Kárasyni og Beru; Arnas Arnæusi og Snæfríði; LFglu og organistanum; Þormóði Kolbrúnar- skáldi og Ólafi Haraldssyni; Álfgrími og afa og ömmu; Steinari í Steinahlíð- um og börnum hans; Umba og Úu; íslandsbersa og Bergrúnu. En um leið er að lokum óbeint brugðið upp þeirri eilífu spurningu: Hver er tilgangur lífsins, tilgangur hverrar manneskju? Hvar er ég? Hvar er tónninn sem einn skiptir máli? Og hlutlaus náttúran heldur sínum leyndardómi. Tíberfljótið veltir mannkynssögunni áfram í mórauðum öldum sínum. Jökullinn andar á menn og skepnur orðinu aldrei sem ef til vill merkir einlægt. Fuglinn situr enn á garðstaurnum að hlusta á bergmálið af því sem hann kvakaði í vor — en svo endar Sjöstafakverið (1964), meðan Knútur gamli er að deyja, einn, og áin heldur áfram að renna niður með túninu. Athugasemd: I tilvitnunum er allsstaðar vísað til frumútgáfna, ef annað er ekki tekið fram. Þegar frumútgáfur eru í fleiri bindum, er þá einstöku sinnum notuð rómversk tala til að merkja bindi, ef þess þykir þörf, t. d. II, 200. 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.