Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 35
Reyfarahöfundurinn Dostojevskí óvenjulegir að gáfum og skarpskyggni (Myshkin í Fávitanum til dæmis, sem les hugsanir hvers manns), auðmýkt og fórnfýsi (Sonja í Glæp og refsingu), ágirnd og valdagræðgi. Þeir fáu „venjulegu" menn sem að komast í sögun- um, eru að sögn Dostojevskís sjálfs aðeins uppfylling, bindiefni, sem haft er til þess að gera söguna sem heild ögn sennilegri en hún annars hefði orðið. Þessi yfirdrottnun hinnar ríkjandi ástríðu eða hugsjónar gerir það svo að verkum, að allir aðrir þættir í lífi persónunnar, hinir hvunndagslegri, víkja, skipta ekki máli, hverfa í skuggann. Fáar persónur eiga sér til dæmis forsögu sem rakin er að ráði. Starf þeirra og venjulegar aðstæður eru ekki á dagskrá. Sonja Marmeladova í Glæp og refsingu er Kristfígúra í líki fátækrar skækju, en við sjáum aðeins trú hennar, von og kærleika, við sjáum hana aldrei í námunda við viðbjóðslegan viðskiptavin á götum Pétursborgar. Umhverfi persónanna er lítill gaumur gefinn, nema þá að húsakynni eru notuð sem leiktjöld til að undirstrika visst sálarástand — má þá til nefna lýsinguna á herbergiskytru Raskolnikofs stúdents sem minnir einna helst á líkkistu og þrengir herfilega að huga hans og hjarta. Náttúran, sem samtíðarmaður eins og Túrgénev notar mikið til að lýsa hugarfari persóna, koma þeim fyrir í veröldinni, er varla til hjá Dostojevskí. Þar þýtur ekki í skógi, þar anga ekki rósir, þar duna ekki fossar. Persónur hans standa andspænis hugmynd sinni eða ástríðu sinni og takast á um hana við sjálfar sig í dramatískum eintölum — eða við aðrar persónur gjörólíkar, allt annað lætur höfundur sig litlu varða. Sjálfur þessi mannskilningur færir Dostojevskí nær ýmsum eiginleikum reyfarans en lygnri og breiðri og sennilegri heildstæðri þjóðféiagsmynd, eins og þeirri sem aðrir höfundar kepptu gjarnan að á hans tíma og lengi síðan. Ekki nóg með það að Dostojevskí velji sér óvenjulegt fólk, — svo óvenju- legt reyndar að við sjálft liggur að hvunndagsmaðurinn vilji senda það allt á Klepp. Hann er sífellt að hrekja þessar sjaldgæfu manneskjur út í óvenju- legar aðstæður þar sem stutt er í harmleik og stórslys. Villukenningar og sérgóðar ástríður Raskolnikovs, Ivans Karamazovs, Rogozhíns eða þá Stavrogíns í Djöflunum, leiða til morðs, eða sjálfsmorða eða geðveiki. Það bjargast ekki neitt, það ferst það ferst. Dostojevskí hrúgar upp hrikalegum atburðum og þjappar þeim saman í tíma og kærir sig kollóttan þótt hann brjóti mörg lög sennileikans fyrir bragðið, nauðgi mætti tilviljananna án minnsta samviskubits. Skáldsagan Fávitinn til dæmis, gerist öll á nokkrum dögum, kannski tveim vikum. Og þá gerist fleira en t.d. sögulegar skáld- sögur treysta sér að greina frá á hálfri öld — hafandi til umráða svosem 700 síður eins og Dostojevskí leggur gjarna undir sig. Fyrsti hluti Fávitans gerist á einum degi. A þeim stutta tíma hafa helstu TMM III 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.