Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 41
Dýrlegt er að deyja fyrir föðurlandið Það var rétt svo að hinn dæmdi næði að greina orðaskil í þessu talnabandi tilbreytingarlausra sérhljóða, sem dundi eins og trum'ou- sláttur á eyrum hans. Tíminn stóð í stað. Fortíð, nútíð og framtíð runnu saman í eitt, og á eyrum hans buldi, líkt og ákafur hjartsláttur, gnýr hernaðarsigra, glæstra hersveita og velheppnaðra árása, auk slaga frá trumbum sveipuðum svörtu líni sem ekki voru 'barðar sökum þess að hann ætti að deyja, heldur annar maður. Þótt ungur væri (hann minnti meira á ofvaxinn ungling en fullvaxinn karlmann), hafði hann horft á blóð streyma og staðið augliti til auglitis við dauðann; en aldrei sem nú, svo nærri. Og einmitt þessi nálægð, tilfinningin um nístandi kaldan andardrátt dauðans aftan á hálsinn, afskræmdi veruleikann í huga hans, líkt og hlutir aflagast fyrir augum manns með sjónskekkju eftir því sem þeir færast nær honum. Það eina sem máli skipti var að halda æðruleysi því sem sæmdi manni af Esterhazyættinni á stundu sem þessari. Hann hafði legið andvaka alla nóttina, en með lokuð augu og hreyfingarlaus, til að fangavörðurinn sem lá á gægjum, gæti borið því vitni að fanginn hefði sofið eins og steinn. Eins og átt hefði að gifta hann en ekki hengja daginn eftir. Og það var sem tíminn tæki heljarstökk fram á við, því nú þegar heyrði hann að fangavörðurinn var farinn að segja frá í borðsal yfirmannanna: „Herrar mínir, Esterhazy hinn ungi svaf eins og steinn þá um nóttina, eins og átt hefði að gifta hann en ekki hengja daginn eftir! Skál fyrir honum, herrar mínir!“ Þvínæst heyrist (heyrir hann) kristaltær hljómur þegar þeir klingja glösum. „Skál í botn!“ Ottaleysi frammi fyrir dauðanum, hetjuleg sjálfstjórn, annað hafði ekki komist að í huga hans alla nóttina. Hann leitaði stuðnings í bæn, beit á jaxlinn og barðist gegn magakrampa og brjóstsviða sem gerðu harða hríð að viljastyrk hans og staðfestu; hann herti skap sitt í orði því sem fór af ætt hans. Sú var ástæðan fyrir því að hann bað ekki um vatnsglas, þegar hann reglum samkvæmt var inntur eftir því hvers hann óskaði að lokum, þótt hann logaði allur innvortis, heldur bað hann um sígarettu líkt og forfaðir hans sem bað um munntóbak við svipaðar aðstæður, tuggði það vandlega og hrækti því framan í böðul sinn. Liðsforinginn skeilti saman hælum og rétti fram silfurslegið sígar- ettuhulstur. „Herrar mínir, upp á mína æru og trú, hönd hans skalf 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.