Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 43
Dýrlegt er að deyja fyrir föðurlandið „Mon fils, reprenez courage!" Nú fyrst sneri hún höfðinu eilítið í áttina til varðmannsins. Rödd hennar var hvískur eitt og rann saman við skrjáfið í silkikjólnum sem hún bar. „Eg verð á svölunum," hvíslaði hún. „Verði ég hvítklædd, þýðir það að ég hef fengið vilja mínum framgengt ..." „Ef ekki, geri ég ráð fyrir að þú verðir svartklædd,“ sagði hann. Enn kvað við trumbusláttur sem reif hann upp úr þönkum sínum, honum fannst hann hafa nálgast, og af skyndilegri ringulreið þóttist hann geta ráðið að lokið hefði verið við að lesa upp dómsorðið; liðsforinginn rúllaði skjalinu saman í skyndi; klerkurinn gerði kross- mark yfir fanganum; tveir menn gripu undir hendur hans. Hann lét þá ekki reisa sig við, heldur stóð léttilega á fætur með eilitlum stuðningi hermannanna tveggja. Um leið og hann gekk út úr klefan- um spratt sú vissa djúpt úr vitund hans að þetta myndi allt fara á sama veg og annað í lífi hans. Dauðinn stóð nú höllum fæti í þessari martröð, því allt var lífsins megin: æska hans, uppruni, orðspor ættarinnar, ást móðurinnar, mildi keisarans. Jafnvel sólin brosti til hans þegar hann steig upp í vagn með hendur bundnar á bak aftur, eins og ótíndur ræningi. En sú tilfinning hvarf fljótt, eða þegar vagninn ók inn á breiðgötu þar sem hávær skríllinn beið hans, fólk komið allt frá fjarlægustu byggðum keisaradæmisins. Milli þess sem trumbur voru barðar heyrði hann ógnandi hvískur skrílsins og sá hvar fólk steytti hnefana illilega í áttina til hans. Múgurinn heimtaði að keisarinn refsaði honum, því skríllinn stendur ætíð sigurvegarans megin. Hann varð þrumu lostinn við að horfa upp á þetta. Hann drúpti höfði, hnipraði sig saman eins og verið væri að berja hann (fólk kastaði einum og einum steini í hann), dró sig saman í æ fastari hnút. Múgurinn skynjaði að hann var að gefa sig, gugna. Og þá gullu við nokkurs konar fagnaðaróp. (Því skríllinn nýtur þess að sjá stolta menn gugna.) Við enda breiðgötunnar, þar sem aðallinn hafði aðsetur og fámenn- ara var, leit hann upp. Hann sá hvar morgunsólin stafaði geislum sínum á ljósan blett á svölunum. Móðir hans stóð þar hvítklædd frá hvirfli til ilja, studdist létt við handriðið, og bak við hana óx þéttur og gróskumikill vafningsviður, eins og til að leggja áherslu á hvað 169
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.