Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 45
Þögninni svarað
Viðtal við Danilo Kis
Danilo Kis fæddist árið 1935 í bænum Subotica í Júgóslavíu, skammt frá
ungversku landamærunum. I æsku bjó hann bæði í Ungverjalandi og í fjalla-
héraðinu Montenegro í Júgóslavíu sunnanverðri, en settist að í Belgrad um
tvítugt.
Undanfarin ár hefur hann verið búsettur í París og kennt júgóslavneskar
bókmenntir við háskólann í Strassborg. Danilo Kis er ennfremur mikið á
faraldsfæti, og þegar eftirfarandi viðtal var tekið var hann nýkominn frá
Belgrad og á leið til Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann hugðist flytja
fyrirlestur um miðevrópskar bókmenntir.
Verk hans hafa verið þýdd á u. þ. b. fimmtán tungur og koma jafnt út í
Júgóslavíu og Bandaríkjunum. Meðal verka hans má nefna: Garður, aska
(1971), Gröf handa Boris Davidovitch (1980), Stundaglasið (1982), barna-
bókina Ótímab<srt hugarvíl (1984) og Alfrœðibók hinna dauðu (1985). Verk
hans hafa víða hlotið verðlaun, bæði austan tjalds og vestan.
Auk eigin skrifa er Danilo Kis afkastamikill þýðandi og hefur snúið
ýmsum bókmenntaperlum Frakka, Ungverja og Rússa yfir á móðurmál sitt,
serbó-króatísku.
Friðrik Rafnsson: Hefur þú einhverju við æviágripið hér að framan að
bæta?
Danilo Kis: Ef til vill mætti skýra uppruna minn, eða öllu heldur hinn
tvíþætta uppruna minn, nánar. Ég er kominn af ungverskum Gyðingum í
föðurætt, en móðir mín er hins vegar frá fjallahéraðinu Montenegro í
Júgóslavíu. Samfundur þessara tveggja einstaklinga af gerólíkum uppruna er
semsagt upphafið á tilveru minni. Og eflaust gætir áhrifa þessa tvíþætta
uppruna í verkum mínum.
FR: Eins og má sjá af verkum þínum að þú hefur talað tvö tungumál frá
blautu barnsbeini, þar á ég við hugleiðingar þínar um tungumál og tjáskipta-
vandamál.
DK: Já ég hef talað tvö tungumál jöfnum höndum frá æsku, annarsvegar
móðurmál mitt, serbó-króatísku, en á því máli skrifa ég, og hins vegar
171