Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 46
Tímarit Máls og menningar ungversku, móðurmál föður míns. Því má segja að ég hafi tvískipta mál- vitund. FR: Eitt af sérkennum verka þinna er að þú beitir módurmíYtnu til að skrifa um föður þinn. Hvert er mikilvægi hans í verkum þínum? DK: Hann hefur bókmenntalegt gildi fyrir mig, þótt undarlegt kunni að virðast! Tengsl hans við bókmenntirnar eru tvenns konar. I fyrsta lagi fæddist faðir minn nærri þeim stað þar sem maður að nafni Virág kom í heiminn. Þann mann gerði Joyce ódauðlegan undir nafninu Bloom. Virág þessi var ungverskur Gyðingur eins og faðir minn, en fluttist síðar til Irlands. I öðru lagi langar mig til að nefna tengsl mín við ævistarf föður míns. Eg segi alltaf að hann hafi verið rithöfundur, dálítið sér á parti þó, því hann var það sem kallað var járnbrautaritari. Starfið felst í því að viðkom- andi skráir viðkomustaði og tíma lestanna, telur það samviskusamlega upp. En upptalningar sem þessar eru fjarri því að vera merkingarsnauðar og má í því efni nefna að þær eru notaðar víða í Biblíunni, t. d. Konungabókunum. FR: Þegar seinna heimsstríðið skall á varst þú barnungur og í stöðugri lífshættu eins og önnur börn Gyðinga. Einhvern tíma sagðir þú mér að á þessum tíma hefðir þú byrjað að setja saman dálitlar sögur til að reyna að gleyma hörmungunum. DK: Rétt er það. En því miður er ég ekki einn um það, þetta er reynsla sem óþarflega margir máttu ganga í gegnum. Eg held að algengt sé að menn fari að skrifa af einhvers konar þörf, einhvers konar þjáningu sem menn reyna að lina eða ráða bót á með því að skrifa. FR: Getur þú tímasett fyrstu skrif þín? DK: Þegar ég byrjaði að skrifa vissi ég ekki enn hvað það var. Eg man að ég orti mitt fyrsta ljóð á ungversku þegar ég var um það bil tíu ára gamall. Yrkisefnið var hungrið, einfaldlega vegna þess að ég var svangur. Öll fjölskylda mín svalt og ég hafði þörf fyrir að yrkja um mat, einkum brauð. Þetta var vitaskuld alger leirburður, en um leið fullkomlega raunsæ byrjun! Um svipað leyti varð ég skotinn í stelpu á mínu reki og orti af því tilefni lítið ástarljóð til hennar. Vera má að þarna megi finna rætur alls sem ég hef fest á blað síðan, en það er blanda háspekilegra hugleiðinga og daglegs amsturs. En þó að ég væri að gaufa þetta leit ég síður en svo á mig sem skáld, heldur fannst mér ég vera að skrá ljóð sem ég áleit sprottin úr vitund fólksins, að þau hefðu verið til fyrir, mitt hlutverk hefði einungis verið að koma þeim á blað. FR: Þú hefur líka talsvert fengist við að þýða, hvenær byrjaðir þú á því? DK: Eg byrjaði að þýða þegar við móðir mín og systir snerum aftur til Montenegro eftir stríð. Við fluttumst þangað aftur eftir að faðir minn dó, en 172
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.