Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 47
Þögninni svarað hann lét lífið í útrýmingabúðum nasista í Auschwitz. Ég var skyndilega kominn aftur á bólakaf í serbó-króatískuna sem ég hafði talsvert ryðgað í við Ungverjalandsdvölina. Ég settist á skólabekk þar sem kennt var á serbó- króatísku og um þær mundir vöknuðu fyrst spurningar hjá mér varðandi tungumál. Ég gerði talsvert af því að snara úr ungversku yfir á serbó- króatísku, svona mér til gamans. Síðar, þegar ég fór að læra frönsku og rússnesku, hélt ég áfram að þýða af einskærri ánægju af því að leika mér með málin. Ég ól með mér þann draum að verða ljóðskáld og las allt sem ég komst yfir um ljóðlistina. En sem betur fer náði þetta nú ekki lengra, því ég kynntist verkum ungverska ljóðskáldsins Enre Ady. Ég tók til við að þýða hann og fullnægði þar með þörf minni fyrir að yrkja ljóð. Sem betur fer segi ég, því ef mér liggur eitthvað á hjarta held ég að ég komi því betur frá mér í lausu máli en bundnu. FR: Og þú hefur ekki beinlínis glímt Við að þýða nein dusilmenni! Af frönskum höfundum má nefna Corneille, Lautréamont, Baudelaire, Ver- laine og Queneau. Og svo Rússa á borð við Mandelsdam og Tsvedajevu. DK: Já ég var að dunda mér við að þýða hluta úr Le Cid eftir Corneille og datt í hug að sýna það leikhúsmönnum í Belgrad. Þeim leist bara vel á þetta hjá mér og báðu mig að ljúka við verkið. Svipað var með Lautréamont. Ég gríp ennþá í að snara textum sem heilla mig. Raunar er ég þeirrar skoðunar að hollt sé fyrir verðandi rithöfunda að fást við þýðingar og ég ráðlegg öllum sem kunna eitthvað fyrir sér í erlendum málum að spreyta sig á því. Einkum held ég að gagnlegt sé fyrir skáldsagnahöfund að þýða ljóð. Þannig lærir hann að vera beinskeyttur og hnitmiðaður. FR: I nýjustu bókinni þinni, Alfrœðibók binna dauðu, eru níu smásögur. Er þetta venjulegt smásagnasafn? DK: Nei, ekki beint. Þær eru allar tengdar innbyrðis, þótt þær gerist á ýmsum tímum og ólíkum stöðum. Ymist eru þær stíllega tengdar eða efnis- lega. Alfrteðibók hinna dauðu er hvorki skáldsaga, sem er allt öðruvísi uppbyggð, né ákveðinn fjöldi smásagna sem ég smalaði sisvona saman í bók. Ef til vill mætti nefna bókina röð tilbrigða við ákveðin þemu. Svipuðu máli gegnir um Gröf handa Boris Davidovitch. FR: Til dæmis tilbrigði við bækur, ást og dauða? DK: Já, þessi þrjú þemu ganga gegnum allar bækur mínar. FR: Hvers vegna bækur? DK: Aðallega vegna þess að ég nota bækur til að ramma inn fantasíuna. Ég nota uppspunnar og raunverulegar heimildir til að ramma fantasíuna inn, gera textann jarðbundnari. Maður verður alltaf að fullvissa lesandann um að atburðirnir sem fjallað er um hafi í raun átt sér stað, því sú spurning vaknar 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.