Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 56
Tímarit Máls og menningar það eru viðbrögð hennar í lok verksins, sem gera það að grátlegum harmleik. Eg minnist þess frá fyrri árum að ljóð Jónasar voru mikið sungin, bæði rauluð heima fyrir og sungin á samkomum. Enn munu flest þessara ljóða vera sungin, sum oft, svo sem Stóð eg úti í tunglsljósi, Dalvísur og Eg bið að heilsa, sem ef til vill er fegursta sonnettan, sem við eigum, og mörg fleiri, en eg hef saknað þess, að nú heyrist varla það kvæðið, sem hvað oftast var sungið fyrrum og þótti sjálfsagðast af öllu sjálfsögðu að fara með ef lagið var tekið á mannamótum, Vísur Islendinga eða „Hvað er svo glatt“ eins og það var alltaf kallað. Þetta bjarta æskuglaða og þó angurværa ljóð, sem manni var svo inngróið. Mér fannst það næstum vera þjóðsöngur. Jónas Hallgrímsson nam náttúrufræði við Hafnarháskóla og ferðaðist um Island í nokkur sumur við ýmiskonar rannsóknir. Hann er talinn hafa verið merkur vísindamaður á sviði náttúruvísinda og allt slíkt mun honum verið hafa kært og hugleikið, gróður, dýr og landslag. Hann þekkti öll tilbrigði íslenskrar náttúru og næmleiki hans og innlifun gæddi ljóð hans þeim töfrum, sem maður finnur djúpt í sálinni, en fær ógerla lýst með orðum, fremur en hinum dulúðga trega í vísunni hans um brotnu barnagullin. Islendingar hafa orkt alveg óskaplega mikið og margt um landið sitt, sögu þess, landslag og óendanlegan breytileik náttúrunnar í blíðu og stríðu. Allur þessi skáldskapur hygg eg að sé einlægur og sannur, bæði kveðlingar alþýð- unnar og kvæði þjóðskáldanna, en sjálfsagt eins margbreytilegur að gerð og skáldskapargildi og höfundarnir eru margir. I þessum elskulega ástarljóða- kór til Islands á Jónas sinn sérstaka tón. „Hann er engum líkur“ sagði systir mín einhverntíma, þegar við minntumst á þessi efni. Hann talar við blómin með þeirri hófstilltu viðkvæmni, sem honum er lagin: Vesalings sóley! sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggarnótt; dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Eða: Fífilbrekka! smáragrund! yður hjá eg alla stund uni best í sæld og þrautum. Hann segir frá íslenskri sveitasælu á vori, eins og hún gat verið, þegar veður voru blíð og ekkert sérstakt amaði að: 182
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.