Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 59
Jónas Hallgrímsson Eg hef því miður ekki séð Fjölni, þennan vorboða íslenskra nútíma bók- mennta, nema hvað eg fékk einu sinni að líta yfir ritdóminn um Tistrans- rímur og þá var eg hálfgert barn. En eg efast ekki um að allt það sem Jónas birti hafi verið á svo góðu máli að það hafi mátt vera löndum hans til eftirbreytni. Eg hygg að myndin af Jónasi Hallgrímssyni, sem oftast hefur verið prentuð og allir landar hans þekkja, muni tæpast talin gefa nógu glögga hugmynd um útlit hans. Svipað mætti líklega segja um mynd af öðru miklu skáldi, nærri tvöhundruð árum eldri í tímanum, Hallgrími Péturssyni. Mynd hans er líka tekin eftir gömlu málverki eða teikningu og þó að hún virðist vel gerð, veit enginn með vissu hversu nákvæmlega hún hefur líkst fyrirmynd sinni. En svo undarlegt sem það er, þá hefur mér alltaf sýnst þessar myndir vera svolítið áþekkar, einkum er það svipurinn yfir augun og brúnirnar. „Hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún,“ segir Matthías í kvæði sínu um Hallgrím. Er þetta aðeins ímyndun mín? eða er það ættarmót? Raunar voru þeir frændur, því ein af ættmæðrum Jónasar var systir síra Hallgríms. Ef til vill mætti hér líka nefna þriðja skáldið, Jóhann Sigurjónsson. Svipmót hans var ekki óáþekkt og hann mun líka hafa átt rætur að rekja til þessarar sömu ættar. En var þá ættarmót með skáldskap þeirra? Eg er ekki alveg frá því, en vissulega var hver þeirra maður síns tíma. Vera má að bókmenntafræðingar gætu fundið út hvort skyldleiki væri merkjanlegur með verkum þeirra, þessara þriggja dökkbrýndu Norðlendinga. Eg man að þegar eg var barn, sat eg oft og las í lítilli ljóðabók, sem eg átti og var ein af skólabókum mínum. Hún hét Skólaljóð og var dálítið úrtak úr ljóðum íslenskra skálda frá Eggerti Olafssyni til Einars Benediktssonar. A þessu skáldaþingi átti Jónas ívið mestan hlut, aðeins meira valið af kvæðum eftir hann en séra Matthías, sem þar kom næstur. Mér þótti mjög vænt um þessa bók og að lokum var eg búin að læra öll kvæðin utanbókar. Það var ekkert einsdæmi, eg vissi um fleiri börn, sem kunnu hana spjaldanna á milli. I þá daga höfðu mörg börn svo mikið yndi af ljóðum. Eg minnist enn glöggt þess unaðar, sem eg hafði oft af lestri fagurra ljóða. Og þrátt fyrir hið fullkomna skólakerfi og alla þá margháttuðu fræðslu, sem börnum er veitt, er eg hálfsmeyk um að börn í dag hafi einhvern veginn ekki næði til að njóta íslenskra kvæða eins og áður var. Og eg finn til þess ef svo er. Einn af skáldbræðrum Jónasar Hallgrímssonar, nokkru yngri en hann, einnig stórskáld, en á nokkuð annan hátt, orkti eftir hann minningarljóð, 185
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.