Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 61
Halldór Gudmundsson Af rotnun leggur himneska angan Frásagnarlist og gildismat í raunsœi Balzacs Ég er hungraður, og mér býðst ekkert til að seðja hungur mitt. Hvers þarfnast ég? Munaðarfæðu. Því ég þrái aðeins tvennt: ást- ina og frægðina, og af hvorugu hef ég enn fengið nægju mína, né mun ég nokkurn tíma fá hana. Balzac ungur í bréfi til systur sinnar1 Pólitískar bókmenntir hafa verið á undanhaldi um nokkurt skeið, hérlendis sem erlendis, og í framhaldi af því hefur raunsteib verið tekið til endurmats og gagnrýni. Niðurstaðan virðist öll á einn veg, bókmenntafólk hefur sam- einast í fögnuði yfir að tímar hins félagslega raunsæis séu liðnir, og hugar- flug og ímyndunarafl skipi á ný sinn verðuga sess í listinni. Ekki skal harmað hér að sú tegund raunsæis sem stundum hefur verið kennd við fé- lagsráðgjöf (og mætti nefna raunasæi) setur ekki lengur svip sinn á íslenskar bókmenntir, þótt æskilegt væri að málshefjendur minntust þess að raunsæis- skáldsögur áttunda áratugarins voru sumar flóknari en svo. Vafasamari er sú tilhneiging sem stundum kemur fram í þessum umræðum að líta á raunsæið sem eitthvert flatt, einvíddar bókmenntaform; láta einsog raunsæi og ímyndunarafl séu andstæður sem nánast útiloki hvor aðra, og raunsæið dugi í besta falli til þess að koma misþörfum boðskap til lesenda. Tilgangur eftirfarandi ritsmíðar er að andmæla þessum vinsæla söng og reyna að sýna hversu samsett og flókið skáldskaparform vel gerður realismi er; meira að segja alls endis óvíst að það henti yfirleitt til að koma einhlítum boðskap á framfæri. Til að rökstyðja þetta skal tekið dæmi af frægu raun- sæisverki, enda slíkar umræður bæði and- og hjálparvana án dæma úr bókmenntum. Vissulega hefur lengi verið deilt um skilgreiningu á hugtak- inu raunsæi, en þær deilur eru ekki viðfangsefnið hér. I þessu samhengi dugir að taka mið af venjubundnum skilningi bókmenntasögunnar þar sem orðið er haft um þá stefnu í evrópskri skáldsagnagerð sem ríkjandi varð á 19. öld (fyrst kennd við realisma, síðan natúralisma): Frumkvöðlar hennar ætluðu sér framar öðru að lýsa raunveruleikanum, litu á bækur sínar sem eins konarg/«gga að honum. Frægasti brautryðjandi realismans, Honoré de Balzac (1799 — 1850), stefndi beinlínis að „fullkominni lýsingu samfélagsins“ 187
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.