Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar aðarfullur ungur maður verður að líta á annað fólk, lög og siðferði eingöngu sem tæki; hann verður að gæta að forminu, því það sem gert er skiptir engu, heldur eingöngu hvernig það lítur út í augum annarra; og hann má einskis svífast, því árangur er æðri öllum lögum. Vautrin býður honum far til höfuðborgarinnar: „Við munum finna handa þér hertogadæmi í París — og takist það ekki, eigum við alltaf vísa hertogaynju.“ (bls. 624) Andríki til sölu Honoré de Balzac (þetta „de“ lagði hann sér til, líktog Lucien) var enginn róttæklingur í pólitískum efnum, þvert á móti mun hann hafa verið einveld- issinni síðari hluta ævi sinnar. En fáir hafa í skáldverkum deilt harðar á kapítalisma 19. aldar, svo af hrifust bæði Marx og Engels. Sá síðarnefndi orðaði þessa þverstæðu á þá leið (í bréfi til frú Harkness, 1888) að Balzac hefði í skáldsögunum sigrast á pólitískum fordómum sínum, realisminn hafi gert honum kleift að sýna raunverulegan gang sögunnar. Og Georg Lukács komst svo að orði í grein að Brostnar vonir væru tragíkómískt söguljóð um tímabil, þegar mannsandinn er lagaður að lögmáli auðmagnsins.2 Hrifning Marx og Engels er auðskilin og staðhæfing Lukácsar er rétt svo langt sem hún nær. I formála að öðrum hluta verksins fordæmdi Balzac afleiðingar þess að bókmenntirnar væru nú einsog hver önnur verslunarvara (sbr. Brostnar vonir, bls. 960), og í þeim hluta verksins er breytingunni ítarlega lýst. Nefna má senu þar sem Lucien situr saklaus sveitapiltur og les sínar heittelskuðu sonnettur fyrir nýjan vin, blaðamanninn Etienne. Sá hefur ekki hlýtt lengi á lesturinn þegar hann segir við skáldið: „Kæri vin, vinna er ekki lykillinn að velgengni á sviði bókmennta, heldur skiptir mestu að hirða arðinn af vinnu annarra“ (bls. 262). Og Lucien lærist að ljóð séu ekki mjög eftirspurð vara á bókamarkaði Parísar, honum sé nær að snúa sér að blaðamennsku, þar geti hann komið andríki sínu í betra verð. Balzac sýnir þetta á áþreifanlegan hátt. Lucien tekst að rétta úr kútnum eftir fyrstu skakkaföllin með því að skrifa leikdóm í anda tískunnar og eftir pöntun, dóm sem á ekkert skylt við hans eigin skoðanir. Þar með hefur honum tekist að selja hæfileika sína sem vöru, tryggja sér að nýju aðgang að blaðaheiminum, og honum finnst hann aftur vera eitthvað, hafa öðlast persónuleika enda þótt hann hafi svikið sína eigin sannfæringu (bls. 358). Sölugildi hans eykst, eftir því sem hann sjálfur skreppur saman og honum skilst að hugmyndir og skoðanir séu aðeins tæki til að tryggja stöðu sína á markaðnum. Hann er það sem selst. Héðan verður ekki aftur snúið, og því á Lucien ekki að neinu að hverfa nema drykkjuvísum þegar vara hans fellur skyndilega í verði. Þá er hann í margfaldri merkingu búinn að vera. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.