Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 70
Tímarit Máls og menningar ingum stórborgarlífsins er það undur þess og spilling sem frásögnin þráir, ef svo mætti að orði komast. Sé kannað hvar textinn verður ástríðufyllstur, lýsingarnar skrautlegastar, stíllinn magnaðastur, er það ávallt þegar sagt er frá ,sjúkum en fögrum' blómum í skrúðgarði borgarinnar, ekki heilbrigðum sveitagróðri. Lýsingin á markaðnum í Galeries-de-Bois er einsog lýsing á samfelldum grímudansleik, þar sem allt er „hryllilegt og glatt“ (bls. 276). Lucien og frásögnin láta alls staðar heillast af óreglu og upplausn. Þegar Lucien kemur inn í herbergi blaðamannsins Etienne hugsar hann: „Þvílíkur munur á þessari kaldhæðnu óreglu og reglusamri, heiðarlegri eymd d’Art- hez . . .“ (bls. 266), og þarf ekki að spyrja hvor sé athyglisverðari. Eins er þegar Lucien sér alla kunningja sína úr blaða- og bókaheiminum skrautbúna í leikhúsinu: Líkt og áhorfandi að stórkostlegri sýningu gapti hann yfir þessari blöndu af velgengni og óhamingju, málamiðlunum samviskunnar, drottnun og hug- leysi, prettum og gamni, mikilleika og þjónslund. (bls. 294) I köflum sem þessum byggist sjálf frásögnin einmitt á blöndu fegurðar og ljótleika, hins háleita og hins lágkúrulega og vekur með lesandanum þá kennd að verkið snúist um fleira en sterkan vilja, hreinan anda og fagurt form. Vissulega er hér sögð saga þess þegar andinn er ofurseldur auðvald- inu, en bæði Adorno og Lukács benda á að sagan gerist á tíma ,frumupp- hleðslu auðmagnsins', kapítalisminn hefur jafnvel í rotnun sinni enn yfir sér ferskleika nýjungarinnar. „Svona getur það verið heillandi þegar heimurinn er sviptur töfrum sínum, svona getur innreið einhæfninnar verið skrautleg, svona er hægt að segja margt frá því ferli, sem í prósaískri framvindu sinni sér til þess að brátt verður ekki lengur frá neinu að segja,“ skrifar Adorno horfandi af sínum söguspekilega tindi." Lucien er í essinu sínu í þessari veröld þegar hann hefur lært að skrifa greinar „á þennan nýja og frumlega hátt þar sem hugsunin myndast við árekstur orðanna, þar sem glamrið í atviksorðum og lýsingarorðum grípur athyglina." (bls. 365) í orði kveðnu gagnrýnir Balzac þessa aðferð, en í raun sýnir hann líka með dæmum hversu hrífandi hún getur verið. Þannig lifir skáldgáfa Luciens áfram í kapítalísku upplausninni miðri. Sá listræni hæfi- leiki sem Lucien nýtir sér þarna — og sem hann sem gagnrýnandi getur beitt með eða á móti sama verki, allt eftir því hvernig vindar blása um höfundinn — er siðlaus, aðeins þrá eftir fegurð, hvernig sem hún er til orðin. Rétt einsog peningamennirnir er Lucien rekinn áfram af ástríðu sem ekki virðir nein landamæri. Skáldleg hrifning Luciens er alls staðar vakin þar sem hann sér upplausnarmátt peninganna, hann dregst að þeim þótt það kosti hann ótal hörmungar. Varla er hann sloppinn kalinn á hjarta frá París, þar 196
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.