Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 73
Af rotnun leggur himneska angan Sífelldar athugasemdir sögumanns og útskýringar eiga að bæta fyrir óreið- una sem fjármagnið hefur komið í þennan heim. Að þessu leyti er hægt að vera sammála Adorno og segja raunsæið vera uppbót, af því höfundur er að missa tökin á raunveruleikanum, „raunsæi vegna veruleikamissis".15 I textanum er töfrum gædd sú saga sem peningarnir hafa að segja, af spillingu borgarlífsins, mútuþægni andans, samblandi hins háleita og lág- kúrulega. Það er engin furða þótt Baudelaire, mesta ljóðskáld stórborgar- innar og frumkvöðull módernismans (og því einatt álitinn andstæða Balz- acs), hafi fundið til andlegs skyldleika — sbr. fræg ummæli frá árinu 1859: Stundum hef ég undrast að Balzac skuli vera svona frægur fyrir athyglisgáfu sína; mér hefur alltaf virst það stærsti verðleiki hans að hafa verið sjáandi, og það ástríðufullur sjáandi.16 í upplýsingabókmenntum 18. aldar fóru siðferðisvitund og listræn sýn ennþá saman. I raunsæi Balzacs er þetta aðskilið, þvert ofan í yfirlýsingar hans sjálfs. List hans er að vísu enn ,draumur um veruleika', hann dreymir ekki um að skrifa ,bók um ekkert' líkt og Flaubert síðar. Þrá Luciens á sér ennþá markmið — „ástina og frægðina" — ólíkt ástríðu frú Bovary sem bara er til sjálfrar sín vegna. Þá eru komnir á sjónarsviðið straumar í bók- menntunum þar sem þrá frásagnarinnar hefur misst önnur markmið en sjálfa sig, og til verða þær hetjur í bókmenntunum sem ekki þrá neitt.17 Og sé raunveruleikinn ekki lengur krafinn sagna, er engin þörf framar á raun- sæi. Saga Balzacs gerist ekki að ástæðulausu 20 árum áður en hún er skrifuð. Fyrir 1830 blómstruðu markaðirnir í Galeries-de-Bois, iðnvæðingin var enn hægfara, það voru fjármagnseigendur sem ruddu kapítalismanum braut í Frakklandi. Balzac segir söguna af þeirri ,kaldhæðnu óreiðu' sem pening- arnir komu á samfélag þar sem aðallinn lét sig dreyma um endurheimt valda, og lætur hana gerast áður en fastskorðaðar framleiðsluafstæður stóriðjunnar höfðu náð að koma sinni reglu á. Alvitrum og vandlátum sögumanninum tekst ekki nema í orði kveðnu að hemja þá frásögn, sem laðast að sætri lykt rotnunarinnar („the rotten sweetness of a prostitute" einsog annar móralsk- ur raunsæismaður, Raymond Chandler, orðaði það löngu síðar). Því formið eitt sér er hlálegt, og hinn hreini andi leiðinlegur, en hinn and- og formlausi vilji skapar — í sögulegum búningi hinna fyrstu fjárplógsmanna — þá óreiðu sem er jarðvegur fegursta skáldskapar. Margt hefur verið ritað um forsendur hins upphaflega, klassíska realisma í skáldsögum: Aukið athafnafrelsi einstaklingsins með tilkomu borgarsamfé- 199
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.