Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 73
Af rotnun leggur himneska angan
Sífelldar athugasemdir sögumanns og útskýringar eiga að bæta fyrir óreið-
una sem fjármagnið hefur komið í þennan heim. Að þessu leyti er hægt að
vera sammála Adorno og segja raunsæið vera uppbót, af því höfundur er að
missa tökin á raunveruleikanum, „raunsæi vegna veruleikamissis".15
I textanum er töfrum gædd sú saga sem peningarnir hafa að segja, af
spillingu borgarlífsins, mútuþægni andans, samblandi hins háleita og lág-
kúrulega. Það er engin furða þótt Baudelaire, mesta ljóðskáld stórborgar-
innar og frumkvöðull módernismans (og því einatt álitinn andstæða Balz-
acs), hafi fundið til andlegs skyldleika — sbr. fræg ummæli frá árinu 1859:
Stundum hef ég undrast að Balzac skuli vera svona frægur fyrir athyglisgáfu
sína; mér hefur alltaf virst það stærsti verðleiki hans að hafa verið sjáandi, og
það ástríðufullur sjáandi.16
í upplýsingabókmenntum 18. aldar fóru siðferðisvitund og listræn sýn
ennþá saman. I raunsæi Balzacs er þetta aðskilið, þvert ofan í yfirlýsingar
hans sjálfs. List hans er að vísu enn ,draumur um veruleika', hann dreymir
ekki um að skrifa ,bók um ekkert' líkt og Flaubert síðar. Þrá Luciens á sér
ennþá markmið — „ástina og frægðina" — ólíkt ástríðu frú Bovary sem bara
er til sjálfrar sín vegna. Þá eru komnir á sjónarsviðið straumar í bók-
menntunum þar sem þrá frásagnarinnar hefur misst önnur markmið en
sjálfa sig, og til verða þær hetjur í bókmenntunum sem ekki þrá neitt.17 Og
sé raunveruleikinn ekki lengur krafinn sagna, er engin þörf framar á raun-
sæi.
Saga Balzacs gerist ekki að ástæðulausu 20 árum áður en hún er skrifuð.
Fyrir 1830 blómstruðu markaðirnir í Galeries-de-Bois, iðnvæðingin var enn
hægfara, það voru fjármagnseigendur sem ruddu kapítalismanum braut í
Frakklandi. Balzac segir söguna af þeirri ,kaldhæðnu óreiðu' sem pening-
arnir komu á samfélag þar sem aðallinn lét sig dreyma um endurheimt valda,
og lætur hana gerast áður en fastskorðaðar framleiðsluafstæður stóriðjunnar
höfðu náð að koma sinni reglu á. Alvitrum og vandlátum sögumanninum
tekst ekki nema í orði kveðnu að hemja þá frásögn, sem laðast að sætri lykt
rotnunarinnar („the rotten sweetness of a prostitute" einsog annar móralsk-
ur raunsæismaður, Raymond Chandler, orðaði það löngu síðar). Því formið
eitt sér er hlálegt, og hinn hreini andi leiðinlegur, en hinn and- og formlausi
vilji skapar — í sögulegum búningi hinna fyrstu fjárplógsmanna — þá óreiðu
sem er jarðvegur fegursta skáldskapar.
Margt hefur verið ritað um forsendur hins upphaflega, klassíska realisma í
skáldsögum: Aukið athafnafrelsi einstaklingsins með tilkomu borgarsamfé-
199