Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 77
Irskar nútímabókmenntir áttu samleið, þegar lífið var fullnægjandi, óheft og sameign allra. Þessari hugsýn, sem hann setti niður á Irlandi miðalda, stillti hann upp gegn Irlandi samtímans, og árangurinn var áhrifamikill. Vel má vera að bestu ljóð hans séu óþýðanleg, þarsem þau eru full af hljóðmynstrum sem hann mótaði eftir gelískri ljóðagerð, samhljómum, rími, hálfrími, og öll hafa þessi tæknibrögð mjög persónulegan blæ. En ljóðin sem haft hafa sterkari áhrif á írska samtímaljóðlist eru í teikni ádeilunnar, hnitmiðuð og kraftmikil skamma- ljóð um stofnanir og viðhorf sem hann taldi standa í vegi fyrir raunverulegri þróun. Gagnrýni hans á rómversk-kaþólsku kirkjuna átti verulegan þátt í að halda ljóðlist hans frá almennum lesendum um langt árabil; en nú er stjarna hans að rísa; þegar hann féll frá árið 1974 var hann viðurkenndur einn áhrifamesti snillingur írskrar ljóðlistar í samtímanum. Louis MacNeice (1907—1963), fæddist í Belfast á Norður-írlandi, en bjó í Englandi lengstaf ævinnar og varð víðkunnur á fjórða tug aldarinnar þegar hann skipaði sér við hlið „félagshyggjuskáldanna" og var tengdur Auden, Spenser og Day Lewis, sem kannski var ekki allskostar heppilegt. En MacNeice er dæmigert írskt skáld: upphaflega mótaðist hugarheimur hans af siðavöndu og strangtrúuðu uppeldi, en í skáldskap sínum fikraði hann sig í átt til ástríðuhita og hamlaði gegn ofbeldi og blindu með bjartri og margbreytilegri veröld fegurðar og fagnaðar. Þegar rætt er um áhrifavalda er hann fyrsta raunverulega „norður-írska" skáldið og hefur vakið með skáldum sem nú yrkja á Norður-Irlandi tilfinningu stolts og rótfestu og einnig beint sjónum þeirra til Englands til að finna útgefendur og hljóta viðurkenningu. Þegar lengra er litið varð MacNeice einna fyrstur írskra ljóðskálda til að gera upp sakirnar við samtímann frá persónulegu sjónar- miði: í ljóðum, sem einatt voru ákaflega sérkennileg um málfar og mynd- mál, tjáði hann og túlkaði viðbrögð sín við atburðum og viðhorfum líðandi stundar. Olgan í norður-írskri samtímaljóðlist leiðir þessa áráttu oftsinnis útí hreinar öfgar; þar er ofgnótt af smáljóðum sem hljóma vel, eru marg- breytileg, gjörhugul og gleymanleg. En það er án alls efa Patrick Kavanagh (1905 — 1967) sem hefur haft sterkust áhrif á írska samtímaljóðlist. Skáldlegt hugarflug hans virðist hafa þrútnað með undraverðum hætti fráþví hann samdi ljóð að fordæmi skólabóka og birti kveðskap í vísnadálkum dagblaða. Hann lifði og starfaði á litlu sveitabýli án nokkurrar forfrömunar eða metnaðar, og úr þessum karga jarðvegi skóp hann misjafna en þróttmikla ljóðlist. Yrkisefni hans var það sama og allra annarra skálda, geri ég ráð fyrir: hjartað. En í hans dæmi var hjartað ofurselt fánýti, siðvenjum og þröngum sjóndeildarhring sveitasókn- 203
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.