Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 88
Tímarit Máls og menningar unarafls hugsýnarinnar sem góð ljóðlist þarfnast. Málfarslegar flugeldasýn- ingar, vitsmunir, kaldhæðin gamansemi, allt er það gott og blessað, en hvar er hin jákvæða og uppbyggjandi skuldbinding og ábyrgðarkennd sem svo mikið veltur á? Tvö skáld af þessari yngri kynslóð verðskulda sérstaka umfjöllun: Paul Muldoon (f. 1951) og Frank Ormsby (f. 1947). Muldoon er mínímalisti sem beitir úrdrætti og hálfkveðnum vísum ásamt óbeinum ívitnunum og andríki í bestu merkingu þess orðs til að ná áhrifum. Myndmál hans er sparlegt og minnir á reikistjörnuna Mars, en það er athyglisvert og oft ógleymanlegt. Undirniðri hinu fágaða hljóðlæti í ljóðum hans er sterk vitund um ógn og skelfingu, en frábær leikni hans við að tjá margþættar og oft mótsagna- kenndar merkingar í ljóðum sínum vekur með lesendum kennd fullnægju og skapraunar, og oft einskæran fögnuð. Ormsby veitir ekki sömu full- nægju vegna þess að merking ljóða hans veltur á hárnákvæmri athugun umhverfisins: hún veltur á atvikum, staðháttum og sjálfvirkum krafti daglegra áhyggjuefna til að vekja viðbrögð hjá lesandanum. Ljóð af þessari gerð njóta sín á tilteknu plani, en vekja einatt í lesandanum þá tilfinningu að skáldið hafi nálgast eitthvað sem máli skiptir, ýjað að því, en síðan horfið frá því af umhyggju fyrir því, að ekki yrði litið á ljóðlist sem opinberandi, háspekilegt eða yfirskilvitlegt afl, heldur sem trúverðugt bergmál og könnun hversdagsveruleikans. Sú gnótt smáatriða sem Ormsby stefnir fram í ljóðum sínum og glöggskyggni hans á mannlega bresti bjarga þeim frá lágkúru. I írska lýðveldinu eru önnur ljóðskáld, sem aðeins er hægt að nefna, en eru að semja alvarlega og tímabæra ljóðlist með persónulegum sérkennum og vaxandi áhrifum. Hæst ber þá Thomas MacCarthy, John Ennis og Sean Dunne en Rory Brennan er nýliði sem aukið hefur nýjum þætti við írska ljóðlist með brennandi áhuga á félagslegum aðstæðum. Eilean Ni Chuil- leanain er góð skáldkona og yrkir ljóð með óbeinum tilvitnunum, klassísk- um skírskotunum og einkalegum skyntúlkunum. Þegar á heildina er litið virðist mér vera umbrot og atorka í írskri samtímaljóðlist sem er ákaflega spennandi fyrir þau okkar sem láta sig viðgang hennar einhverju skipta. Það er greinilegur vilji til að leita á önnur mið, til annarra landa og bók- menntahefða, ferskur áhugi á þýðingum, og svo er að sjá sem langar aldir heimalningsháttar, þegar menn sátu í ró og einsemd og hugleiddu takmarka- lausa fullkomnun eigin nafna, séu loks á enda runnar. Sagnagerð írsk sagnagerð kann líka að hafa neyðst til að gera úttekt á sjálfri sér. Alltof lengi stóð hún föst í blindgötu ófrjórrar þjóðfélagsumræðu, en á nú um tvo 214
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.