Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 89
Irskar nútímabókmenntir
kosti að velja. Annarsvegar, og það skiptir höfuðmáli, á hún þess kost að
taka sér fyrir hendur hugvitsamlega og hispurslausa könnun mannsandans,
það gamalreynda viðfangsefni sagnagerðar og allra bókmennta, og glíma við
hættur og möguleika, sem mannssálin stendur andspænis í samtímanum.
Þessa leið verða bestu ljóðskáldin sömuleiðis að fara. Hinsvegar hefur
látlaus flaumur sósíalrealismans skapað öruggan markað: auðmeltar og lýta-
lausar sögur um konuna í næsta húsi, um kennarann sem berst góðu barátt-
unni við óhagganlegt og vont þjóðskipulag, þær seljast vel, enda eru margir
farsælir höfundar að erfiða á þeim akri. Þeir sópa öðrum bókum úr hillum
bókaverslana, þeir sölsa undir sig auglýsingamaskínurnar, þeir eru allir
gefnir út af enskum forlögum sem hafa stærri markað og ráða yfir stórvirk-
um auglýsingamaskínum sem alvarlegir útgefendur geta með engu móti
keppt við.
Mestur þeirra er höfundur búinn miklum hæfileikum, William Trevor,
sem eignast hefur geysistóran lesendahóp með smásögum sínum og skáld-
sögum, en neitar að taka persónulegan þátt í verkum sínum: söguhetjur
hans og yrkisefni eru þrákelknislega fjarlæg lesandanum — öllu er hagrætt
að geðþótta höfundar og endanleg niðurstaða verður ófullnægja. Alþýðu-
höfundurinn Maeve Binchy hefur valdið írskri sagnagerð ómældum skaða
með tilþrifalausum og þrautleiðinlegum verkum, sem seljast einsog heitar
lummur afþví þau eru óvönduð og auðmelt, yfirfljótandi í glýjuðu veglyndi,
hugsunarlaus og haldlaus. A þröngum markaði í litlu landi eru það fleiri en
hún sem hneigjast til að yfirgnæfa góða höfunda, stjaka þeim til hliðar úr
augsýn almennings með því að bjóða uppá sykursæt, lítilþæg, lífvana og
hávaðasöm verk.
En góðu heilli er hin leiðin líka farin. Francis Stuart, sem nú er einn af
„tignarmönnum" írskrar sagnagerðar, gegnir brýnu og mikilvægu hlutverki
á þessum vettvangi vegna áhrifanna sem hann hefur haft með einu helsta
verki sínu, „Black List, Section H“. Það er sjálfsævisöguleg skáldsaga og
hefur skipt sköpum í framsókn ósvikinnar innlendrar sagnagerðar. Þessi
merkilega skáldsaga felur í sér atlögu að bókmenntum sem eru greindar frá
sjálfu lífinu. I seinni heimsstyrjöld var Francis Stuart búsettur í Berlín og
annaðist útvarpssendingar til Irlands í þágu Þjóðverja. I einum skilningi var
þetta tilraun til að segja sig úr lögum við viðtekna tísku, jafnvel þó
málstaðurinn væri vonlaus. Og í rústum Þýskalands eftir stríð fann hann
andrúmsloftið sem hann þarfnaðist, örbirgð andans, þjáningu og sálarkvöl
sem hlaut að ala af sér nýjan frið. „Smátt og smátt fann ég hjá mér æ sterkari
löngun til að vera meðal þeirra sem þjáðust mest.“
Aherslan á þjáninguna og þá sem þjást gefur til kynna, að hér sé hin
215