Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 89
Irskar nútímabókmenntir kosti að velja. Annarsvegar, og það skiptir höfuðmáli, á hún þess kost að taka sér fyrir hendur hugvitsamlega og hispurslausa könnun mannsandans, það gamalreynda viðfangsefni sagnagerðar og allra bókmennta, og glíma við hættur og möguleika, sem mannssálin stendur andspænis í samtímanum. Þessa leið verða bestu ljóðskáldin sömuleiðis að fara. Hinsvegar hefur látlaus flaumur sósíalrealismans skapað öruggan markað: auðmeltar og lýta- lausar sögur um konuna í næsta húsi, um kennarann sem berst góðu barátt- unni við óhagganlegt og vont þjóðskipulag, þær seljast vel, enda eru margir farsælir höfundar að erfiða á þeim akri. Þeir sópa öðrum bókum úr hillum bókaverslana, þeir sölsa undir sig auglýsingamaskínurnar, þeir eru allir gefnir út af enskum forlögum sem hafa stærri markað og ráða yfir stórvirk- um auglýsingamaskínum sem alvarlegir útgefendur geta með engu móti keppt við. Mestur þeirra er höfundur búinn miklum hæfileikum, William Trevor, sem eignast hefur geysistóran lesendahóp með smásögum sínum og skáld- sögum, en neitar að taka persónulegan þátt í verkum sínum: söguhetjur hans og yrkisefni eru þrákelknislega fjarlæg lesandanum — öllu er hagrætt að geðþótta höfundar og endanleg niðurstaða verður ófullnægja. Alþýðu- höfundurinn Maeve Binchy hefur valdið írskri sagnagerð ómældum skaða með tilþrifalausum og þrautleiðinlegum verkum, sem seljast einsog heitar lummur afþví þau eru óvönduð og auðmelt, yfirfljótandi í glýjuðu veglyndi, hugsunarlaus og haldlaus. A þröngum markaði í litlu landi eru það fleiri en hún sem hneigjast til að yfirgnæfa góða höfunda, stjaka þeim til hliðar úr augsýn almennings með því að bjóða uppá sykursæt, lítilþæg, lífvana og hávaðasöm verk. En góðu heilli er hin leiðin líka farin. Francis Stuart, sem nú er einn af „tignarmönnum" írskrar sagnagerðar, gegnir brýnu og mikilvægu hlutverki á þessum vettvangi vegna áhrifanna sem hann hefur haft með einu helsta verki sínu, „Black List, Section H“. Það er sjálfsævisöguleg skáldsaga og hefur skipt sköpum í framsókn ósvikinnar innlendrar sagnagerðar. Þessi merkilega skáldsaga felur í sér atlögu að bókmenntum sem eru greindar frá sjálfu lífinu. I seinni heimsstyrjöld var Francis Stuart búsettur í Berlín og annaðist útvarpssendingar til Irlands í þágu Þjóðverja. I einum skilningi var þetta tilraun til að segja sig úr lögum við viðtekna tísku, jafnvel þó málstaðurinn væri vonlaus. Og í rústum Þýskalands eftir stríð fann hann andrúmsloftið sem hann þarfnaðist, örbirgð andans, þjáningu og sálarkvöl sem hlaut að ala af sér nýjan frið. „Smátt og smátt fann ég hjá mér æ sterkari löngun til að vera meðal þeirra sem þjáðust mest.“ Aherslan á þjáninguna og þá sem þjást gefur til kynna, að hér sé hin 215
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.