Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 91
Irskar nútímabókmenntir í einkennilegri skáldsögu, „The Pornographer“ (1979), víkkaði McGa- hern athafnasvið ímyndunaraflsins og virtist vera að leita uppi ný form og nýjar úrlausnir. Söguhetjan er Maloney, sem hefur lífsframfæri af að skrifa klám, en er sér fyllilega meðvitandi um óraunveruleik jafnt starfa síns sem eigin lífs. Klám er andstæða kynlífs, og í þessari bók hneigist það til ólífis. Maloney berst líka með straumnum til tóms og ólífis, en finnur að ástin veitir einhver svör. Hversdagsleikinn umlykur hann, þörfin fyrir raunveru- leg mannleg tengsl sækir þeim mun sterkar á sem hann gerir sér ljósari grein fyrir óraunveruleik klámskrifanna; hann skynjar hreinleik og sakleysi ímyndunaraflsins, getu listarinnar til að umbreyta einangrun í innihaldsríkt líf, endurlausnarmátt ástarinnar. Oll eru þessi stef leikin einsog stórfengleg fúga í einu eftirtektarverðasta skáldverki Irlands á seinni árum. Þessi skarpskyggna og hrífandi könnun átti sér þvímiður ekki framhald í síðustu bók McGaherns, smásagnasafninu „High Ground" (1985), þarsem hann hvarf aftur til þröngra staðbundinna aðstæðna og lék ýmis eftirlætisstef úr fyrri verkum. John Banville er yngri höfundur og hefur samið stórmerkileg verk, sem áttu sér dálítið görótt upptök í óhjákvæmilegu formi smásögunnar „Long Lankin“ (1970), en segja má að hann hafi náð fullum þroska í stuttri skáldsögu árið 1982, „The Newton Letter“. Aður hafði hann birt tvær frábærlega hugkvæmar skáldsögur, „Doctor Copernicus" og „Kepler“, sem ásamt „The Newton Letter“ mynda nokkurskonar þríleik. Skáldsagan „Kepler“ (1981) er snilldarverk þarsem hinum fræga stjarnfræðingi er breytt úr óræðri heimssögulegri persónu í mann af holdi og blóði, gæddan ríkum tilfinningum, fullan af prinsípum og kennisetningum, hörmum og eftirsjám, búinn dramblátu hugrekki og staðfestu. Banville lýsir snillingi sem lifir í sálarkveljandi vitund um eigin skeikulleik, í furðudraumum um leyndar- dóma mannlífsins og samhljóma alheimsins, í stórfenglegum íburði og óheyrilegum sora og subbuskap endurreisnartímans. Að baki þessara verka er snilld Banvilles, stranglega hnitmiðaður og ósveigjanlegur stíll og eiaðsíð- ur geislandi af víðtækum og fræðandi myndhverfum tilvísunum. Einsog stendur er Banville að vinna að skáldsögu um írskt efni, og beitir við það sömu skörpu athyglisgáfu, djúpa innsæi og fjöruga ímyndunarafli og hann beitti við „sögulegu" skáldsögurnar. Hér er á ferðinni öndvegishöfundur sem ástæða er til að njóta og fylgjast með. Eitt af sígildum stefjum írskra bókmennta hefur verið hrun hins ensk-írska valdakerfis, þegar arftakar ensku landnemanna og yfirstéttarinnar stóðu andspænis þjóð sem var að vakna til vitundar um eigin arfleifð, um valdarán 217
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.