Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 95
Að kunna skil á sínu skaz-i son, fékk hana í hendur um haustið, þá á leiðinni til Finnlands með við- komu í Kaupmannahöfn. Við settumst út á krá sem heitir Enghave-kro og þar rétti ég honum hand- ritið yfir borðið eftir að hafa sagt honum að búa sig undir ósköpin með því að styrkja sig á snapsi. Lestu nú fyrstu setninguna, sagði ég og ef að þér fellur hún ekki, þá skaltu rétta mér bókina aftur og svo ræðum við það ekki frekar. Jóhann opnaði handritið og las fyrstu setninguna, lokaði handritinu aftur og lét það frá sér á borðið og fór inn á jakkann sinn og tók upp veskið sitt og opnaði og taldi þrjá þúsundkróna seðla danska upp úr því og lét á borðið og ýtti til mín. Hvað er nú þetta? spurði ég. Þetta er fyrir fyrstu setninguna, sagði Jóhann. Það er svona vel sem mér líkar hún. Það var á Enghave-kro sem Jóhann fékk þá hugmynd að Olafur heitinn Jónsson bókmenntafræðingur læsi handritið í gegn, og gerði tillögur um það sem betur mætti fara, en ég höfundurinn, skrifaði niður nokkuð af þeim atriðum sem ég hafði áhyggjur af. Eg hef haldið þessum bréfaskriftum til haga og fylgir hér á eftir úrdráttur úr þeim. Gælunafnið Athugasemdir 1. Söguna segir 16 ára drengur. Frásagnarmátinn á að vera skaz. Tekst þetta eða er ósamræmi í orðavali? 2. Ég er í miklum vafa um sambandið Stebbi/Helga. Yrði sagan ef til vill sterkari ef Stefán stæði algjörlega einn og samband hans við systurina væri nokkurnveginn „norrnal" þ. e. a. s. ekki sifjaspell. Láta Stefán þess í stað erfiða við að missa sveindóminn? 3. Er bókin episódísk og ef svo er, er það þá galli? 4. Er bókin of löng og ef svo er, hvar þarf að skera niður? Hvar eru veikir kaflar? 5. Ég hef reynt að forðast allar gildrur hvað varðar sögupersónuna Tomma Tarzan og Stefán margsegir að hann vilji ekkert með Tomma hafa etc. (mesta hættan hér er að mínum dómi væmni). Geri ég þetta á kostnað þess að lesandinn verður ósnortinn af sjálfsmorði hans í sögulok. Eg held ekki. (Eg vil eftirláta lesendum sem mest hér.) Hvað finnst ykkur? 6. Er kafli 28 of langur. Eg er ekki viss. 221
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.