Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 97
Að kunna skil á sínu skaz-i
og þegar lesandinn strækar á söguna að þessu leyti er hún búin að vera.
Að þessu leyti finnst mér höf. alveg á mörkum þess trúlega/trúanlega
hvarvetna í sögunni og víða fara yfir þau. Það má til með að laga. Gá ber
að því að harðneskjan er ekki bara í heiminum sem lýst er, fólki og
atvikum og hlutum, heldur líka í upplifun stráks, hann kannski oftúlkar
eitt og vantúlkar annað. Umfram allt er hann hræddur. Sagan er um það
hvernig hann kemst yfir þessa hræðslu og hvað það kostar hann. — Ég
nefni nokkur dæmi þar sem mér finnst höf. ganga of langt:
a) Mamma: Er ekki nokkuð langt gengið að hún sé með krabbamein (a),
þessa ofsa valbrá (b) og hafi þar á ofan verið sinnisveik (c)? Sleppa
annaðhvort b eða c, ég held frekar c.
b) Félagarnir í timbrinu, klám og hrekkir, uppnefnin: gá vandlega að því að
hver einstakur atburður verður að vera trúverðugur: mögulegur hrekk-
ur. Ganga eins iangt og hægt er en hvergi lengra. Eru uppnefnin nauð-
synleg? Gá hvernig óbreytt nöfn þeirra tækju sig út. Er vert að víxla meir
venjulegum nöfnum og uppnefnum?
c) Kjallarameistarinn. Ath. aftur trúverðugleikann. Hvernig er leikurinn
„króna“ leikinn? Varla er þetta álkróna. Væri 50-kall skárri? Er ekki of
langt gengið með hrákann og krónuna? Ath. ennfremur um kjallara-
meistarann að eitt er bein lýsing, það sem Stefán sjálfur sér, og annað
óbein, það sem honum er sagt og hann heyrir aðra tala.
d) Helga systir: sifjaspellið er alveg ótækt og eyðileggur söguna. Hún er
eldri en Stefán, hvað mörgum árum? Hann hefur fundið hjá henni skjól
og hlýju sem hann ekki fann hjá foreldrum sínum, fundið hjá sér
smámsaman kynferðisfýsn til systurinnar og skammast sín sáran fyrir
það. Fyrir hann og alla fjölskylduna og líklega alla í sögunni er það
dauðasynd að „vera öðruvísi“ en aðrir. Helga er ósköp venjuleg góð
stelpa, en hefur bara verið svona ári þrælslega óheppin. Mér sýnist
nokkuð vel farið með samband þeirra Dóra.
e) Bjössi. Er ekki gengið nokkuð langt með Bjössa í bernskunni í barsmíð-
um, ríðingum osfrv. Væri kannski vert að skipta þessu á fleiri stráka?
Hann á ekki að vera „skúrkurinn“ í sögunni, þó hann sé skúrkur, eða
hvað? og allt honum að kenna?
4. Stefán er 16 og verður 17 í sögulokin. Mér finnst hann varla meir en
kannski 14/15. Mætti taka nótís af því að hann ákveður að hætta í skóla
og hefur þá líklega lokið skyldunni um vorið áður en hann byrjar í timbr-
inu.
5. Nafnið á sögunni. Af hverju Gælunafnið? Mér finnst það ekki passa.
fyrir mér gæti hún heitið Vígslan, sbr. 3).
223