Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 104
Tímarit Máls og menningar
Skv. þeim ætti sagan líklega að heita gxlunöfnin og þó öllu heldur upp-
nefnin. Ekki gott. En ég hef enga betri tillögu.
4. Praktískt.
a) Eg hef lagfært stafsetningu, sett spurningarmerki á spássíu þar sem mér
finnst orðalag ankannalegt, en sumstaðar stungið upp á öðru. Svigar utan
um setningar eða setningahluta sem mér finnst ofaukið. Sömuleiðis hef
ég
b) strjálað niður kommum, en kommusetninguna ætti höf. sjálfur að athuga
vel og vandlega. Kommu þarf sem greinarmerki til að merking málsins/
skilningur lesanda sé ótvíræð. Einhverjar aðalreglur aðrar þarf þó að
hafa: afmarka beina ræðu frá óbeinni og ávarpslið með kommu, hrein
innskot og ótengdar aðalsetningar. Sömuleiðis tengdar aðalsetningar (og/
en/eða o. s. frv.) þar sem texti breytir stefnu, efnislega fjarskyldar setn-
ingar. En umfram allt er komman áherslumerki, helgast af andardrætti
manns við lestur og hrynjandi sem höf. vill að málið hafi. Hér held ég að
sé eðlilegt að halda spart á kommu: af því hvað stíllinn er einræmislegur.
Spurningarmerki set ég eftir beinni spurningu, ekki beinum spurnarsetn-
ingum með sögn: spurði hann o. s. frv.
c) Mér sýnist kaflar ansi mislangir í bókinni og styttast þegar á hana líður.
Er ekki rétt að jafna þá eitthvað?
5. Lokaávarp lesandans.
Nú finnst mér ég fari að eiga skilið öl og dramm sem skáldsagnagerðin
hefur haft fyrirheit um.
Ólafur Jónsson
Kaupmannahöfn 5.3.80
Olafur minn!
Það er víst ekkert grín að gerast skáldsögustjóri fyrir Ó. Gunnarsson.
Jóhann Páll forleggjari var hér í bænum og sagði að þú mundir varla
bregðast illur við þó þú heyrðir frá mér einu sinni enn.
Ég verð að segja eins og satt er að ég á í mesta baksi með mömmu.
Þú talar um í síðustu athugasemdum að ég þurfi að fá kellinguna í betri
fókus. Sennilega er þetta rétt en mér gengur bara fjandi illa að fá það í
hausinn á mér hvað vantar. Stefán og mamma hafa jú aldrei náð saman og er
þá í raun og veru ekki rökrétt að svo sé það líka við dánarbeðið? Stefán
hefur jú ekki uppfyllt kröfur mömmu. Kannski fer hann í taugarnar á henni
vegna þess að mamma sér sjálfa sig í syni sínum. Stefán veit harla lítið um
sínar eigin tilfinningar til hennar. Það er eitthvað að gerast í kaflalok en þá
230