Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 117
myndríki að minnir á fantasíur Jóhann- esar sjálfs, en á það ofan eru það marg- slungnar menningarsögulegar ástæður sem valda því að þannig maður rísi upp einmitt á þessum tíma. Að kjarna gáfna og hæfileika verður seint komist; að- stæðurnar sem veita þeim brautargengi eru hinsvegar viðfang sögunnar. Mótunarskeið listamannsins Akaflega er það undarlegt í slíkri bók, að því hugarlífi Kjarvals sem birtist í verkum hans séu hvergi gerð nein skil. Það er álíka og skrifa ævisögu Jónasar Hallgrímssonar og minnast hvergi á hughverft inntakið í kvæðum hans. I mótun Kjarvals eru það einkum tvö tímabil sem krefjast mjög innsærrar skoðunar. Hið fyrra er ár hans í London, 1911 — 12, sem Indriði nefnir „Stormur í sálinni“. Kafli sá fjallar þó ekki um neinn sálarstorm, heldur er mestan part lýsing á Lundúnum þess tíma, klæðnaði kvenna, innbúi húsa og konu sem heitir miss Macklin og kemur málinu alls ekkert við. Þar er hvergi ýjað að áhrifum Einars Jónssonar, sem var þó sambýlismaður Kjarvals í Lundúnum, né að áhrifum Turners og pre-rafaelít- anna, utan það sem tekið er upp í tilvitn- unum eftir mér og öðrum. Hið síðara er það merkilega sumar, 1914, þegar konur á Borgarfirði eystra kalla þennan unga listamann heim til þess að glíma við fyrsta verkefnið sem aðrir trúa honum fyrir. Kafli þessi, sem nefnist „Ástin og altaristaflan", er ágætur um allar ytri heimildir, en þungamiðju hans, sem vera ætti, er hvergi að finna. Það er altaris- taflan sjálf, sem má kalla lykilinn að myndhugsun Kjarvals á þeim tíma þegar hann hefur nám sitt í skólanum við Kóngsins nýjatorg. Myndhugsunin í þessu verki er svo frábærlega merkileg — Umsagnir um bœkur og forvitnileg —, að hún ætti að leggja höfundi ærið efni upp í hendurnar. Samt er hún látin lönd og leið. Eins er um Italíusumarið, 1920, að þar er ekki vikið að einni einustu mynd, þótt í þeim sé sjálft inntakið að finna í þessu æviskeiði hans. Markmið einstakra kafla Eitt þykir mér ákaflega á skorta í þessari bók, og undarlegt af svo leiknum höf- undi sem Indriða G. Þorsteinssyni, en það er, að hann virðist ekki setja sér markmið með hverjum kafla fyrir sig. Það er ekki á mínu færi að fara að kenna heiðurslaunahöfundi Alþingis að skrifa bækur, en það litið sem ég um það veit, þá finnst mér að hver kafli, og sérstak- lega í svo viðamikilli ævisögu, þurfi að fela í sér ákveðna ætlun: Hvað ætla ég mér með þessum þætti, hvað ætla ég að leiða fram og hvaða niðurstöðu ætla ég mér af því að draga? Slíkan ásetning virðist mér sárlega skorta. Hver kafli er aðeins tímaskúffa, og í hana hrúgað til- vitnunum; leiðarþráður er þar enginn. Blaðamannastíll Þrátt fyrir það kunnáttusamlega málfar Indriða sem ég hef áður minnzt á, þykir mér vera á allri bókinni nokkur blaða- mannastíll. Með því á ég við það, að það sé enginn hiti í stílnum, hann myndar aldrei þá eftirvæntingu að lesandinn spyrji sig: Og hvað nú? Jafnvel á þeim köflum í ævi Kjarvals sem eru bæði knýjandi og dramatískir, liggur allt niðri í hlutlausum frásagnarstíl, líkt og blóðið í efninu snerti höfundinn hvergi. Hér á ég til dæmis við þann umbrotamikla ára- tug, 1920—30, tíma veggmálverkanna í Landsbankanum, tímann þegar eigin- kona hans yfirgefur hann með börn þeirra, þegar hann glímir við sín miklu 243
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.