Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 120
Tímarit Máls og menningar bág við þá almennu samþykkt bók- menntalögreglunnar að ungar skálda- spírur eigi að bíða með að birta verk sín þangað til þeir hafi öðlast meiri þroska. Hvenær þeim þroska er náð, svo óhætt sé að skríða blekugur upp úr skúffunni, er á hinn bóginn látið ósagt. Ef menn láta sér ekki segjast við þetta, þá er að leita á náðir annars lausnarorðs: þarna fari efnilegt ungskáld sem mikils megi vænta af — í framtíðinni. Sá, sem óskar Gyrði Elíassyni þess, er að vísu ekki að biðja um neitt smáræði. En þegar skálda- spírurnar telja sig nú loks hafa öðlast nægilegan þroska og eru eiginlega komnir á þá skoðun að þeir séu ekki efnilegir lengur, þá fara þeir skyndilega að heyra raddir. Sumar þessara radda eru hvískur eitt, í öðrum lætur hærra, en allar kyrja þær sama lausnarorðið: að eins og margsannast hafi á undanförnum árum séu þess engin dæmi að mönnum sem halda áfram að skrifa eftir þrítugt auðnist að festa annað en elliglöp sín á blað. Og þá kemur á daginn að ljóða- gerð er ungra manna gaman og þeir sem telja sig komna til vits og ára sjá þann kost vænstan að tuldra sér til hug- hreystingar, að skáldskapur sé þegar best lætur ekkert annað en ofurlítill mis- skilningur á grundvallaratriðum tilver- unnar. Blindfugl/Svartflug er fimmta bók Gyrðis Elíassonar. Hún ber undirtitil- inn Mósaík, og það stendur heima, að hér er á ferðinni bálkur, 403 ljóðlínur alls, sem skeytt er saman úr mörgum smærri brotum. Að sumu leyti minnir hann á kvikmynd, enda gefur tilvitnun fremst í bókinni fulla heimild til að líta þannig á málin. Það vekur athygli að í þessari bók er ekki leikur að margræðni orða, eins og í fyrri bókum, skáldskapurinn felst ekki í orðaleikjum. Engir tilburðir til að vera „meinlegur og smáfyndinn". Skemmti- atriðum fyndnu kynslóðarinnar er lokið og hláturinn horfinn af sviðinu og það er enginn áheyrandi í upplestrarsalnum. Einnig vekur það athygli að tilraunir með sjónræna uppsetningu ljóðanna hafa að mestu verið lagðar á hilluna: enda var það kaldhæðni að þau ljóð njóta sín miklu betur í upplestri heldur en ef gónt er á tóman pappírinn. Þó ber við að uppsetningin er notuð til að fanga sjónrænt þá tilfinningu sem komið er til skila í Ijóðlínunum, en þessu er beitt svo í hófi að það gengur upp. Ennfremur árétta greinarmerkjasetning og línu- skipti einkenni verksins: slitróttur óró- leiki milli ljóðlína o. s. frv. Það er sami kraftur í meðferðinni, hvort sem hann fær útrás í sjónrænu formi eða í orðum. I þriðja lagi vekur það athygli að myndhverfingum er ekki beitt. Mynd- mál bókarinnar er mikið en það byggist á beinum lýsingum. Þessar beinu lýsing- ar eru hins vegar oft lýsingar á mynd- breytingum. Bálkurinn er samt ekki byggður upp á sífelldum myndbreyting- um heldur á frásögn af atburðum sem virðast ekki gerast í neinu rökréttu sam- hengi og þess vegna verða áhrifin næsta draumkennd. Þetta er athyglisvert fyrir þá sök að það hefur gert vart við sig tilhneiging til þess að skrifa ljóðrænar skáldsögur, en jafnframt má hér sjá ámóta tilhneigingu til þess að yrkja sagnakennd ljóð. Ljóðið samanstendur af eins konar prósa, og höfuðeinkennið á honum er að hann er einmitt ekki ljóð- rænn. Það sem ber hann uppi er hins vegar hinar skýru myndir: I myrkrinu liggja óteljandi þræðir hver um annan þveran einsog risar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.