Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 130
Tímarit Máls og menningar ganga á land, ef svo ber undir, komnir langt að með hafísnum" (106). A fá- einum stöðum fer hann síðan heldur geyst, til dæmis þegar hann hugleiðir uppvaxtarár Kristínar Bjartmarsdóttur. Hún fæddi á laun um jólaleytið 1853 og átti barnið með frænda sínum: „Hún var þá átta ára þegar hann kom að Yztabæ og má geta þess nærri að hún hafi orðið hrifin af stóra frænda sem þó var barn einsog hún og ekki upp úr því vaxinn að bregða á leik, jafnvel taka litlu frænku á bak sér eða bera hana á háhesti, verðandi sjómaður" (90). Tilþrif sem þessi eru þó saklaus og stundum skemmtileg. Þau koma ekki að sök. Verra er að sannleikanum er ekki alltaf þjónað sem skyldi. Bagalegust er hneigðin: dylgjur og vonska í garð yfirvalda og það að skil- yrðislaust skuli tekinn málstaður kvenna sem komu fyrir rétt. Vissulega voru lögin ill og refsingar harðar. Vissulega bjuggu þessar konur við ómannúðleg kjör, en heift villir sýn. Jón skrifar í inngangi að menn megi kalla bókina „varnarrit fyrir konur, ef þeim sýnist svo“ (12). Gott og vel, en þarf hann um leið að fordæma þá sem handtóku og þá sem dæmdu? Eða þjóðfélagið, sem hann telur að hreki fólk til afbrota (10). Sýslu- menn og hreppstjórar fá það óþvegið á fárra blaðsíðna fresti og allt er þeim lagt á versta veg. Einn sýslumaður er nefnd- ur „fylliraftur" að tilefnislausu (43). Annar var hlutdrægur og gerði það sem hann gat til „að reyna að finna átyllu til sakfellingar" (138). Sá þriðji nánast refs- aði til þess eins að refsa (200) og sá fjórði vildi helst „láta undir höfuð leggjast að sinna þessu máli“ (214). Á hinn bóginn finnst Jóni „fordæmingarmyrkur" um- lykja Jóhönnu Guðlaugsdóttur á Rifi á Melrakkasléttu sem var sökuð um duls- mál sumarið 1848 (140), Kristín Bjart- marsdóttir var „hugstola" á meðan læknir skoðaði lík barnsins hennar (84) og Ingibjörg Árnadóttir á Eyrarbakka stóð í „vitfirrtu hugarástandi“ fyrir rétti í árslok 1857 (255). Hluttekning af þessu tagi spillir fyrir, þó skoðunin kunni að vera rétt. Hér virðist Jón enn vera á valdi ljóðs sem hann orti fyrir hartnær hálfri öld og birti í ljóðabókinni Skrifað í vind- inn sem kom út 1953 (bls. 16): Og ég sagði við þig: Viltu senda mér bros, viltu syngja mér lag? Þú ert sólskin míns lífs. Þú varst syndug í gær. Þú ert saklaus í dag. Skaphiti höfundar hefur jafnframt leitt hann til mislestrar, þar sem „lítilfjörleg blóðlát“ í dómabók verða „tilfinnanleg blóðlát" (62).’ Einnig veldur réttlát reiði Jóns ónákvæmni. Til dæmis ákveður hann að hreppstjóri, prestur og yfirsetu- kona komi í „náttmyrkri" til Jóhönnu á Rifi (125). Það var undir morgun, en 8. júlí og hefur verið bjart af degi. í einu tilviki blindar líka samúðin Jón og hann fer rangt með eða neitar að skilja til að gera hlut yfirvalda sem verstan. Sýslu- maður Strandasýslu dæmdi Signýju Friðriksdóttur til 27 vandarhagga hýð- ingar í janúar 1845 fyrir að bera upp á bróður sinn að hafa gert sér barn. Jón segir að Landsyfirréttur hafi staðfest dóminn í mars (78), en hið rétta er að hún var sýknuð, auk þess sem ályktun héraðsdómara er miklum mun vandaðri og yfirvegaðri en Jón lætur að liggja.2 Svona vitleysur eiga hvergi að sjást, en orsök þeirra er líklega sú að Jóni finnst eðlilegt og sjálfsagt að miða atburði og viðhorf fortíðar við eigin skoðanir og 256
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.