Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 131
tilfinningar, með öðrum orðum það sem hann ýmist nefnir „nútímavísu" (13), „nútímamann“ (77) eða „nútímales- anda“ (237). Slíku fólki verður „starsýnt á“ (237), þykir „einkennilegt“ (7, 56), „furðulegt" (145, 190) og jafnvel „fárán- legt“ (75, 77) það sem það kynnist og les. Þetta mat ónáðar frásögnina og gerir lesandanum, sem Jón annars ávarpar af alúð við og við, erfitt um vik. Hann fær ekki að hugsa eigin hugsanir og mynda sjálfstætt álit á glæp þessara kvenna og þeirri refsingu sem þær voru dæmdar til. Annar galli á bókinni er fullyrðinga- semi höfundar um almenn atriði sem hann síðan athugar alls ekki neitt. Hann staðhæfir að vinnukonur hafi átt „litla sem enga von um löglega barneign í hjónabandi ef þær höfðu einu sinni „fall- ið“, svo sem það hét í þá daga“ (9—10). Sömuleiðis „að yrði kona ekkja varð hún hartnær óhjákvæmilega að sætta sig við að fjölskyldunni væri tvístrað og bömunum komið fyrir á einhverjum bæjum í sveitinni eftir ráðstöfun hrepp- stjóra“ (109). Hvorttveggja er rangt, að minnsta kosti er ekki leyfilegt að setja þetta fram án athugunar. Einnig neitar Jón að fara „út í lögfræði" (12). Fyrir vikið kemur hvergi fram hvaða lög giltu. Um dulsmál segir að við þeim hafi legið „mikil hegning" (134) og meira að segja nefnir Jón ákvæði Norsku laga frá 1687 sem dæmt var eftir (51 og 257), en hon- um dettur ekki í hug að athuga hvað þar var á ferð: skilyrðislaus dauðadómur.3 Það hefði heldur ekki kostað Jón mikla vinnu að komast að því og geta þess að engin kona var tekin af lífi fyrir dulsmál á 19. öld og að dauðarefsing var afnumin með hegningarlögum sem tóku gildi árið 1870. Það er leitt að hann skuli láta hjá líða að skoða dulsmálin í einhverju sam- hengi, það er að segja útskýra þau svo Umsagnir um bœkur fólk skilji betur hvað þetta var, því hann spyr vænlega í upphafi: „En hversvegna urðu þessir atburðir? Hvað rak konur víðsvegar um landið til að hafa sig út úr mannlegum félagsskap og fæða börn sín við hörmulegustu aðstæður? . . . Hverj- ar voru þessar konur? Voru þær illar í eðli sínu? Voru þær venjulegar konur sem örlögin höfðu leikið grátt?“ (8). Jón á að geta betur, því margar athugasemdir hans eru skarpar og hann er til fyrir- myndar að því leyti að hann ályktar af meiri djörfung en sagnfræðinga er siður, til dæmis um uppburðarleysi vinnu- stúlku (46), áhugaleysi hreppstjóra á kjörum fátækrar ekkju (124) og dóm- greindarleysi sýslumanns sem spyr um hluti sem koma málinu ekkert við (204). Helst mætti finna að því að Jón fylgir slíkum athugasemdum sjaldnast nógu vel eftir. Þar er Jón þræll aðferðarinnar, enda býður hún varla upp á annað. Að hætti þjóðlegra fróðleiksmanna rekur hann eitt mál í einu, segir þá sögu til enda og snýr sér að næsta máli. Þannig koll af kolli og það verður aldrei neitt meira, enginn samanburður og ekkert sam- hengi, aðeins athugasemdir á stangli, eitthvað sem „má geta innan sviga" (251) eða „vert er að skjóta inn“ (64, 70, 198). Þegar best lætur eru athugasemdirnar gagnlegar, en þó oftar af kyni siðavendni og vandlætingar, varða aðeins einstakl- inga en ekki þjóðfélag. Þetta kemur líka til af því að Jón er þræll heimildanna. Hann hefur vart af þeim augun, nema þá til að hneykslast. Dómabækur eru meginheimildin um hvert dómsmál. Þeim fylgir hann ræki- lega, frá því sýslumaður hélt frumpróf þartil hann kvað upp dóm, síðan æðri dómsstig og frekari rannsókn innan hér- aðs ef þess gerðist þörf. Það er að- TMM IX 257
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.