Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 132
Tímarit Máls og menningar
finnsluvert og gerir frásögnina sundur-
lausa og ruglingslega, því oft er talað um
sömu hluti aftur og aftur, og langdregna
af því allt er tekið með. Stundum eru
líka beinar tilvitnanir alltof langar (23 —
5, 51—3, 224 — 5, 236 — 7). Eiginlega er
mesta furða hvað Jóni tekst að gera lipr-
an og þægilegan texta, því bókin er næst-
um aldrei leiðinleg. Til frekari málsbóta
verður síðan að geta þess að honum eru
naumast aðrar leiðir færar úrþví hann á
annað borð tekur eitt mál fyrir í einu í
stað þess að gera ákveðnu fyrirbæri eða
atriði, konum fyrir rétti, vandleg og
sagnfræðileg skil.
Og er þá komið að meðferð heimilda.
Jón fylgir þeim grannt, en vandar sig
ekki jafnmikið þegar hann vitnar tii
þeirra. Séu yfirheyrslur í málum Rann-
veigar Sigurðardóttur og Signýjar Frið-
riksdóttur frá árinu 1844 bornar saman
við tilvitnanir Jóns, sem hann margsegir
að séu orðréttar, kemur í ljós að þær eru
það ekki alltaf.4 Ekki er illa til fundið hjá
Jóni að búa til lítil leikrit úr yfir-
heyrslum og setja „spurði sýslumaður“
og „svaraði stúlkan" í stað einhæfra
„spurning" og „svar“ dómabóka. Hins
vegar er meinlega mikið um lesvillur.
Allt ber þess merki að Jón hafi látið sér
nægja að taka nótur við fyrsta lestur
dómabóka og ekki haft fyrir því sem á
fagmáli heitir að „tékka á tilvitnunum",
það er að segja lesa saman handrit og
afskrift fyrir prentun. „Dautt“ verður
„dáið“, „óréleg meðhöndlun“ verður
„óróleg", „sæir“ að „gætir“ og „gæti“ að
„geti“. Stundum er nokkrum orðum
sleppt, „merki til frekari samfara" breyt-
ist í „frekari merki til samfara" og „áð-
ur“ í „síðan“. „Mér var synd“ breytist í
„það var synd“ og „varstu send“ í
„fórstu samt“. Svona kæruleysi er
ófyrirgefanlegt, jafnvel þótt flestar vill-
urnar séu lítilfjörlegar. Heimildaskráin
gerir loks illt verra: þrettán bókum er
raðað upp í stafrófsröð titla og án út-
gáfuárs, og um skjölin segir: „Dóma-
bækur, bréfabækur og sýsluskjöl við-
komandi sýslna. Dómsskjöl í héraði og
landsyfirrétti. Prestsþjónustubækur,
sóknarmannatöl og manntöl." Þetta er
engum til gagns og alveg eins gott að
sleppa því. f>að verða að fylgja nákvæm-
ari upplýsingar svo hægt sé að finna
skjöl og bækur. Þess er ekki einu sinni
getið að gögnin sé að finna í Þjóðskjala-
safni í Reykjavík.
Sögur Jóns af dulsmálum eru með því
merkasta sem gert hefur verið á sviði
þess sem nefnt er þjóðlegur fróðleikur
og vandséð hvort hægt verði að bæta um
betur á sömu forsendum. En Jón verður
að vara sig. Hann steytir á skerjum og
gæti strandað í næstu bók sjái hann ekki
að sér og hugsi sumt upp á nýtt.
Már Jónsson
Tilvitnanir
1. Þjóðskjalasafn. Sýsluskjalasafn.
Strandasýsla V-2: Dómabók 1822-
45 179.
2. Landsyfirréttardómar og hæstaréttar-
dómar 1802 — 73 VI. Reykjavík
1946—50 1—4; Þjskjs. Strandasýsla
V-3: Dómabók 1845—50 2—14.
3. Sjá cand. mag.-ritgerð mína við Há-
skóla Islands, Dulsmál á íslandi
1600-1920, Reykjavík 1985 63-91.
4. Þjskjs. ísafjarðarsýsla IV-9: Dóma-
bók 1841-47 138-51 og 205-15;
Strandasýsla V-2: Dómabók 1822-
45 174—92 og V-3: Dómabók 1845 —
50 2-14.
258